Lán fyrir Búðarháls bíða Icesave-lausnar 7. febrúar 2011 00:01 Hörður Arnarson Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, telur að lokið verði við fjármögnun Búðarhálsvirkjunar á næstu vikum. Lausn Icesave-deilunnar, sem nú hillir undir, gæti haft úrslitaáhrif. Vegna óvissu um fjármögnun Búðarhálsvirkjunar ákvað Landsvirkjun fyrir ári síðan að hefjast handa við undirbúningsframkvæmdir með eiginfé fyrirtækisins. Þá stóðu yfir viðræður við Evrópska fjárfestingabankann og íslenska lífeyrissjóði vegna fjármögnunar verkefnisins en staða þjóðmála, og þá ekki síst Icesave-deilan, stóðu í veginum. „Fleiri erlendir bankar hafa komið inn í þessa mynd síðan; við erum að tala við þrjá, fjóra erlenda banka núna," segir Hörður. Spurður hvort lánasamningar liggi ekki á borðinu og þeir verði undirritaðir um leið og Icesave-málið er úr sögunni, segir Hörður að hann vilji ekki fullyrða slíkt. „Það getur alltaf eitthvað annað komið upp. En það er rétt að viðræður við erlenda banka eru á lokastigi," segir Hörður. „Við teljum að fjármögnun í gegnum fjármálastofnanir muni ganga eftir á næstu vikum ef tekst að ljúka Icesave-deilunni." Landsvirkjun og Ístak undirrituðu samkomulag á dögunum sem felur í sér að vinna við Búðarhálsvirkjun er sett í fullan gang. „Út frá hagsmunum fyrirtækisins tel ég það afar jákvætt að leysa þetta Icesave-mál," segir Hörður. „Þetta mun örugglega auðvelda okkur fjármögnun, og þá ekki bara fyrir Búðarháls heldur fyrir öll önnur verkefni sem við erum með í skoðun. Lausn þessa máls hefði líka jákvæð áhrif á lánshæfismat fyrirtækisins og íslenska ríkisins sem myndi hafa jákvæð áhrif á aðgengi að fjármagni fyrir öll íslensk fyrirtæki." - shá Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, telur að lokið verði við fjármögnun Búðarhálsvirkjunar á næstu vikum. Lausn Icesave-deilunnar, sem nú hillir undir, gæti haft úrslitaáhrif. Vegna óvissu um fjármögnun Búðarhálsvirkjunar ákvað Landsvirkjun fyrir ári síðan að hefjast handa við undirbúningsframkvæmdir með eiginfé fyrirtækisins. Þá stóðu yfir viðræður við Evrópska fjárfestingabankann og íslenska lífeyrissjóði vegna fjármögnunar verkefnisins en staða þjóðmála, og þá ekki síst Icesave-deilan, stóðu í veginum. „Fleiri erlendir bankar hafa komið inn í þessa mynd síðan; við erum að tala við þrjá, fjóra erlenda banka núna," segir Hörður. Spurður hvort lánasamningar liggi ekki á borðinu og þeir verði undirritaðir um leið og Icesave-málið er úr sögunni, segir Hörður að hann vilji ekki fullyrða slíkt. „Það getur alltaf eitthvað annað komið upp. En það er rétt að viðræður við erlenda banka eru á lokastigi," segir Hörður. „Við teljum að fjármögnun í gegnum fjármálastofnanir muni ganga eftir á næstu vikum ef tekst að ljúka Icesave-deilunni." Landsvirkjun og Ístak undirrituðu samkomulag á dögunum sem felur í sér að vinna við Búðarhálsvirkjun er sett í fullan gang. „Út frá hagsmunum fyrirtækisins tel ég það afar jákvætt að leysa þetta Icesave-mál," segir Hörður. „Þetta mun örugglega auðvelda okkur fjármögnun, og þá ekki bara fyrir Búðarháls heldur fyrir öll önnur verkefni sem við erum með í skoðun. Lausn þessa máls hefði líka jákvæð áhrif á lánshæfismat fyrirtækisins og íslenska ríkisins sem myndi hafa jákvæð áhrif á aðgengi að fjármagni fyrir öll íslensk fyrirtæki." - shá
Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira