Innlent

Lagerback mun tala ensku eftir leik Íslands og Kýpur

Samúel Karl Ólason skrifar
Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður RÚV.
Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður RÚV. Mynd/Anton Brink
Ákveðið hefur verið innan Ríkisútvarpsins að hætta því fyrirkomulagi að tala við viðmælenda á móðurmáli þeirra ef svo er hægt.

Eftir leik Íslands og Albaníu þann 10. september síðastliðinn tók Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins viðtal við Lars Lagerback þjálfara landsliðsins á sænsku og sköpuðust miklar umræður um það. Þar sem viðtalið var í beinni útsendingu var ekki hægt að texta það og voru margir sem skildu ekki hvað fram fór.

Adolf Ingi segir í samtali við Vísi að látið hafi verið eftir kvörtunum. „Það hefur verið ákveðið að hætta við þetta. Allavega í beinni útsendingu verður notast við ensku.“

Eftir leik Íslands og Kýpur annað kvöld verður viðtal tekið við Lagerback á ensku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×