Enski boltinn

Lagði skóna á hilluna eftir dvöl hjá ÍBV og er nú einkaþjálfari John Terry

Tómas Þór Þórðason skrifar
Miðað við formið á Simmonds virðist hann vita eitthvað um þjálfun.
Miðað við formið á Simmonds virðist hann vita eitthvað um þjálfun. vísir/vilhelm/getty/instagram
Englendingurinn Bradley Simmonds er einn af fjölmörgum erlendum fótboltamönnum sem spilað hefur með ÍBV í Pepsi-deildinni á undanförnum árum.

Simmonds, sem spilaði ellefu leiki og skoraði tvö mörk fyrir ÍBV í Pepsi-deildinni fyrir tveimur árum, þá aðeins 19 ára gamall, lagði skóna á hilluna eftir dvölina í Eyjum.

Hann kom til ÍBV frá QPR í Lundúnum þar sem hann er uppalinn, en hann hafði áður farið á láni til Staines og Woking í utandeildum enska boltans. Simmonds lagði skóna á hilluna eftir dvölina í Vestmannaeyjum og fór að einbeita sér að ástríðu sinni og framtíðaratvinnu.

Simmonds er í dag einkaþjálfari stjarnanna í Lundúnum og er meðal annars einkaþjálfari John Terry, fyrirliða Chelsea, en myndband af þeim félögunum að taka stutta æfingu má sjá hér að neðan. Simmonds lét Chelsea-manninn heldur betur taka á því á meðan flestir liðsfélagar hans voru í landsliðsverkefnum.

Þessi 21 árs gamli strákur er einnig einkaþjálfari Toni Terry, eiginkonu Johns, og Louise Redknapp, eiginkonu Jamie Redknapp, fyrrverandi landsliðsmanns Englands og núverandi sparkspekings á Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×