Læra um heimspeki með stjórnmálaspili Nanna Elísabet Jakobsdóttir skrifar 25. júlí 2013 08:00 Ármann Halldórsson hefur áhuga á spunaspilum og sér í þeim góða leið til þess að virkja nemendur. Fréttablaðið/Stefán „Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að það eigi að vera gaman í skólanum,“ segir Ármann Halldórsson, en hann er nú í óða önn að hanna spunaspil til þess að nýta í heimspekikennslu. Lærdómsríkt er að spila og mikilvægt að skapa áhugavert skólaumhverfi sem höfðar til sem flestra að sögn Ármanns sem hannar nú spilið Klappland, sem ætlað er í heimspekikennslu en mun einnig fara í almenna sölu. „Vinnuheitið á spilinu er Klappland. Leikmenn eru í upphafi stjórnmálamenn og eiga að ná fram ákveðnum markmiðum, embættum og stefnumálum,“ útskýrir Ármann. Hann segir það hlutverkaspil en þó ekki í sama skilningi og það þekktasta, Dungeons and Dragons. „Þetta spil er, og verður að vera, miklu aðgengilegra fyrir almenning.“ Spilið sameinar hluti úr spunaspilaheiminum og heimi borðspilanna. „Ég vil hafa eins mikið í höndum spilaranna og hægt er þannig að þeim líði eins og þeir séu að hafa áhrif á framvindu leiksins. Ekki bara af því að þetta og hitt spilið var dregið.“ Ármann er mikill talsmaður fjölbreyttari kennsluhátta. „Einhæfni gerir það að verkum að skólinn höfðar til ákveðinnar tegundar af nemendum sem ná sambandi við efnið og ná árangri. Það þarf ekkert að umbylta öllu, það er gott og gilt að gera stíl og leggja fyrir próf, en það er hluti af fjölbreytninni að taka eitthvað nýtt inn og blanda því saman þannig að úr verði áhugavert skólaumhverfi sem höfðar til sem flestra. Þannig vinnum við gegn brottfalli.“ Ármann fullyrðir að það að spila sé ákaflega lærdómsríkt ef vel heppnast. Hugmyndin að Klapplandi kviknaði í febrúar þegar hann hélt röð fyrirlestra um lýðræði í skólum. Lýðræði er fyrirbæri sem er flókið og erfitt, og líka á vissan hátt vanrækt í skólakerfinu. Áhugavert er að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að gera skólakerfið lýðræðislegra, en einnig að fræða nemendur um lýðræði og réttarríkið.“ Ármann sótti nú í vor um styrk frá Rannís úr Þróunarsjóði námsgagna. „Ég fékk fullan styrk, var himinlifandi og hoppandi með það, og því fer næsta ár mikið í að þróa þetta spil sem námstæki en líka sem spil sem mun fara á almennan markað á næsta ári. Þetta verður spil fyrir tólf ára og eldri þar sem fólk sest niður og breytist í klækjarefi stjórnmálanna.“ Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
„Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að það eigi að vera gaman í skólanum,“ segir Ármann Halldórsson, en hann er nú í óða önn að hanna spunaspil til þess að nýta í heimspekikennslu. Lærdómsríkt er að spila og mikilvægt að skapa áhugavert skólaumhverfi sem höfðar til sem flestra að sögn Ármanns sem hannar nú spilið Klappland, sem ætlað er í heimspekikennslu en mun einnig fara í almenna sölu. „Vinnuheitið á spilinu er Klappland. Leikmenn eru í upphafi stjórnmálamenn og eiga að ná fram ákveðnum markmiðum, embættum og stefnumálum,“ útskýrir Ármann. Hann segir það hlutverkaspil en þó ekki í sama skilningi og það þekktasta, Dungeons and Dragons. „Þetta spil er, og verður að vera, miklu aðgengilegra fyrir almenning.“ Spilið sameinar hluti úr spunaspilaheiminum og heimi borðspilanna. „Ég vil hafa eins mikið í höndum spilaranna og hægt er þannig að þeim líði eins og þeir séu að hafa áhrif á framvindu leiksins. Ekki bara af því að þetta og hitt spilið var dregið.“ Ármann er mikill talsmaður fjölbreyttari kennsluhátta. „Einhæfni gerir það að verkum að skólinn höfðar til ákveðinnar tegundar af nemendum sem ná sambandi við efnið og ná árangri. Það þarf ekkert að umbylta öllu, það er gott og gilt að gera stíl og leggja fyrir próf, en það er hluti af fjölbreytninni að taka eitthvað nýtt inn og blanda því saman þannig að úr verði áhugavert skólaumhverfi sem höfðar til sem flestra. Þannig vinnum við gegn brottfalli.“ Ármann fullyrðir að það að spila sé ákaflega lærdómsríkt ef vel heppnast. Hugmyndin að Klapplandi kviknaði í febrúar þegar hann hélt röð fyrirlestra um lýðræði í skólum. Lýðræði er fyrirbæri sem er flókið og erfitt, og líka á vissan hátt vanrækt í skólakerfinu. Áhugavert er að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að gera skólakerfið lýðræðislegra, en einnig að fræða nemendur um lýðræði og réttarríkið.“ Ármann sótti nú í vor um styrk frá Rannís úr Þróunarsjóði námsgagna. „Ég fékk fullan styrk, var himinlifandi og hoppandi með það, og því fer næsta ár mikið í að þróa þetta spil sem námstæki en líka sem spil sem mun fara á almennan markað á næsta ári. Þetta verður spil fyrir tólf ára og eldri þar sem fólk sest niður og breytist í klækjarefi stjórnmálanna.“
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira