Erlent

Læknar án landamæra segja afgönsk stjórnvöld viðurkenna stríðsglæpi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
12 starfsmenn Lækna án landamæra létust í sprengjuárásinni á spítalann í Kunduz.
12 starfsmenn Lækna án landamæra létust í sprengjuárásinni á spítalann í Kunduz. vísir/EPA
Læknar án landamæra segjast bjóða við yfirlýsingu afganskra stjórnvalda þar sem loftárás á spítala í Kunduz er réttlætt, og segja stjórnvöld viðurkenna stríðsglæpi með henni.

Í yfirlýsingu segja samtökin að afgönsk stjórnvöld hafi gefið til kynna að bandarískar og afganskar hersveitir hafi sprengt spítalann vegna gruns um að Talíbanar væru þar inni. varnarmálaráðherra landsins sagði á laugardag að vopnaðir hryðjuverkamenn notuðu spítala til að sitja fyrir afgönskum hermönnum og óbreyttum borgurum.

22 létust í sprengjuárásinni á spítalann í Kunduz, en þar af voru 12 starfsmenn Lækna án landamæra. Árásin er nú til rannsóknar í Bandaríkjunum en Læknar án landamæra vilja óháða alþjóðlega rannsókn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×