Innlent

Lægstu launin verða alltaf of lág

Karen Kjartansdóttir skrifar
Vilhjálmur Egilsson.
Vilhjálmur Egilsson.
Lægstu launin verða alltaf alltof lág, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Aðilar vinnumarkaðarins koma saman í Karphúsinu í dag til að ræða launalið komandi kjarasamninga.

Mikið hefur verið rætt um að nauðsynlegt sé að hækka lægstu launin í samfélaginu. á síðu sinni bendir Alþýðusamband Íslands á kaupmáttur launa er nú 10 prósentum minni en fyrir þremur árum. Hækkun bensínverðs og matarverðs hefur kynt undir verðbólgu og þannig dregið úr kaupmætti.

Aðilar vinnumarkaðsins munu hittast í Karphúsinu í dag.

"Við höfum áhuga á því að semja um atvinnuna, það er fara atvinnuleiðina en ekki verðbólguleiðina. Það er kaupmátturinn sem við teljum að sé aðalatriðið og atvinnan. Við náum ekki upp kaupmættinum ef við semjum bara um einhverjar tölum sem hafa engar forsendur í atvinnulífinu og þess vegna viljum við fara varlega," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

En hvað telur Vilhjálmur ástættanlega lágmarkslaun.

"Það er alveg sama hvað þau verða há, þau verða alltaf of lág."

Verkalýðsfélag Akraness og fleiri félög hafa að undanförnu líst yfir vanþóknun sinni á að framgöngu ASÍ og Samtaka atvinnulífsins í gerð kjarasamninganna. Er sagt að undarlegt sé að launþegar fái ekkert að vita hvað standi til að semja um er lýtur að launahækkunum í komandi kjarasamningum, fyrir utan að stefnt er að því að lágmarkslaun verði orðinn 200 þúsund í lok samningstímans árið 2014.

Það takmark sé í raun með ólíkindum í ljósi þess að nýtt neysluviðmið velferðarráðherra gerir ráð fyrir að einstaklingur þurfi að lágmarki um 214 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur en það þýðir að fólk þarf að fá heildarlaunum í kringum 290 þúsund krónur á mánuði til að geta framfleytt sér samkvæmt viðmiði velferðaráðherra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×