Viðskipti innlent

Lægra verð á fargjöldum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Greining Íslandsbanka telur að verðlækkunin haldist að einhverju leyti.
Greining Íslandsbanka telur að verðlækkunin haldist að einhverju leyti. fréttablaðið/Pjetur
Verðhjöðnun í september er fyrst og fremst rakin til metlækkunar fargjalda í millilandaflugi. Þau lækkuðu um tæp 29 prósent í mánuðinum. Flugfargjöld innanlands hækkuðu aftur á móti um 13 prósent.

Breytingin er frá fyrri mánuði, en ekki milli ára, því tölur frá fyrri árum eru ekki samanburðarhæfar.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni er líklegt að tilboð í mánuðinum hafi haft áhrif á lækkunina.

Greining Íslandsbanka sagði þó í Morgunkorni nýverið að ólíklegt væri að þessi lækkun gengi að fullu til baka í október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×