Kynjajafnrétti og Hæstiréttur Ragnheiður Bragadóttir og Brynhildur G. Flóvenz skrifar 30. september 2015 07:00 Nú í ár hefur þess verið minnst að 100 ár eru frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi. Jafnframt eru tæp 40 ár síðan fyrst voru sett hér lög um jafnrétti karla og kvenna. Tilgangur laga um það efni hefur ætíð verið sá að konur og karlar nytu fullkomins jafnréttis á öllum sviðum þjóðfélagsins. Á undanförnum dögum hefur bæði skipan dómnefndar til þess að meta hæfni umsækjenda um embætti dómara, skv. 1. mgr. 4. gr. a laga nr. 15/1998 um dómstóla, og niðurstaða nefndarinnar um hæfni þeirra einstaklinga er sóttu um embættið vakið verðskuldaða athygli. Nefnd, sem eingöngu er skipuð körlum, kemst að þeirri niðurstöðu að annar karlanna af þremur hæfum umsækjendum um embætti hæstaréttardómara sé hæfastur til að gegna embættinu og þar með hæfari en eina konan sem sótti um. Hin karllæga skipun nefndarinnar er réttlætt með því að jafnréttislög taki ekki til nefndar þessarar. Fastskipaðir hæstaréttardómarar eru nú 8 karlar og 1 kona. Þessi túlkun laga um dómstóla og jafnréttislög getur ekki gengið upp. Hér þarf engin flókin lagarök. Það er svo sjálfsagt að jafnréttislög gildi um öll svið samfélagsins að það er hafið yfir allan vafa enda verður að túlka lög í samræmi við tilgang þeirra. Það má heldur ekki gleymast að lögin eiga að þjóna samfélaginu, samfélagi hér á Íslandi þar sem karlar og konur eiga að njóta fullkomins jafnréttis. Önnur túlkun laganna er andstæð heilbrigðri skynsemi og ákvæðum stjórnarskrár um jafnrétti kynjanna. Það hefur reynst erfitt að finna heppilega aðferð við skipan dómara. Að láta slíkt vald algerlega í hendur stjórnmálamanna tryggir ekki sjálfstæði dómstólanna. Að láta dómendum það sjálfum í hendur, sem er sú leið sem farin hefur verið frá 2010, hefur heldur ekki reynst gallalaus.Endurspegli samfélagið Í lögunum er þó sá varnagli að ráðherra getur borið málið undir Alþingi. Hafi einhvern tíma verið ástæða til að nota þá heimild er hún nú fyrir hendi. Skipan æðsta dómstóls landsins verður að endurspegla það samfélag sem við búum í. Langt er síðan hlutföll kynjanna í laganámi urðu jöfn og á undanförnum áratugum hefur fjöldi kvenna lokið laganámi og öðlast starfsreynslu sem er fyllilega sambærileg reynslu karla. Því er enginn hörgull á konum sem eru hæfar til að taka sæti í nefnd um dómarastörf og til að gegna embætti hæstaréttardómara. Það kynjamisrétti sem í þessu máli hefur komið skýrt í ljós er síst til þess fallið að auka traust almennings á dómstólum, en hvergi á Norðurlöndum ber almenningur jafnlítið traust til dómstóla og á Íslandi. Það er von okkar að löggjafi og framkvæmdarvald sýni í verki að á Íslandi sé jafnrétti kvenna og karla tryggt í reynd með því að gera nauðsynlegar breytingar á ákvæðum um skipan dómara í dómstólalögum sem tryggi eðlilega skipan nefndar um dómarastörf og láti reyna á ákvæði núgildandi laga um aðkomu Alþingis við skipan dómara. 100 ára afmælis þess mikilvæga áfanga að konur á Íslandi fengu kosningarétt verður ekki betur minnst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Nú í ár hefur þess verið minnst að 100 ár eru frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi. Jafnframt eru tæp 40 ár síðan fyrst voru sett hér lög um jafnrétti karla og kvenna. Tilgangur laga um það efni hefur ætíð verið sá að konur og karlar nytu fullkomins jafnréttis á öllum sviðum þjóðfélagsins. Á undanförnum dögum hefur bæði skipan dómnefndar til þess að meta hæfni umsækjenda um embætti dómara, skv. 1. mgr. 4. gr. a laga nr. 15/1998 um dómstóla, og niðurstaða nefndarinnar um hæfni þeirra einstaklinga er sóttu um embættið vakið verðskuldaða athygli. Nefnd, sem eingöngu er skipuð körlum, kemst að þeirri niðurstöðu að annar karlanna af þremur hæfum umsækjendum um embætti hæstaréttardómara sé hæfastur til að gegna embættinu og þar með hæfari en eina konan sem sótti um. Hin karllæga skipun nefndarinnar er réttlætt með því að jafnréttislög taki ekki til nefndar þessarar. Fastskipaðir hæstaréttardómarar eru nú 8 karlar og 1 kona. Þessi túlkun laga um dómstóla og jafnréttislög getur ekki gengið upp. Hér þarf engin flókin lagarök. Það er svo sjálfsagt að jafnréttislög gildi um öll svið samfélagsins að það er hafið yfir allan vafa enda verður að túlka lög í samræmi við tilgang þeirra. Það má heldur ekki gleymast að lögin eiga að þjóna samfélaginu, samfélagi hér á Íslandi þar sem karlar og konur eiga að njóta fullkomins jafnréttis. Önnur túlkun laganna er andstæð heilbrigðri skynsemi og ákvæðum stjórnarskrár um jafnrétti kynjanna. Það hefur reynst erfitt að finna heppilega aðferð við skipan dómara. Að láta slíkt vald algerlega í hendur stjórnmálamanna tryggir ekki sjálfstæði dómstólanna. Að láta dómendum það sjálfum í hendur, sem er sú leið sem farin hefur verið frá 2010, hefur heldur ekki reynst gallalaus.Endurspegli samfélagið Í lögunum er þó sá varnagli að ráðherra getur borið málið undir Alþingi. Hafi einhvern tíma verið ástæða til að nota þá heimild er hún nú fyrir hendi. Skipan æðsta dómstóls landsins verður að endurspegla það samfélag sem við búum í. Langt er síðan hlutföll kynjanna í laganámi urðu jöfn og á undanförnum áratugum hefur fjöldi kvenna lokið laganámi og öðlast starfsreynslu sem er fyllilega sambærileg reynslu karla. Því er enginn hörgull á konum sem eru hæfar til að taka sæti í nefnd um dómarastörf og til að gegna embætti hæstaréttardómara. Það kynjamisrétti sem í þessu máli hefur komið skýrt í ljós er síst til þess fallið að auka traust almennings á dómstólum, en hvergi á Norðurlöndum ber almenningur jafnlítið traust til dómstóla og á Íslandi. Það er von okkar að löggjafi og framkvæmdarvald sýni í verki að á Íslandi sé jafnrétti kvenna og karla tryggt í reynd með því að gera nauðsynlegar breytingar á ákvæðum um skipan dómara í dómstólalögum sem tryggi eðlilega skipan nefndar um dómarastörf og láti reyna á ákvæði núgildandi laga um aðkomu Alþingis við skipan dómara. 100 ára afmælis þess mikilvæga áfanga að konur á Íslandi fengu kosningarétt verður ekki betur minnst.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun