Kynfrelsi, ofbeldi og Hæstiréttur Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Nýfallinn dómur Hæstaréttar nr. 521/2012 hefur vakið hörð viðbrögð. Í dómnum sýkna fjórir hæstaréttardómarar sakborninga af ákæru um kynferðisbrot. Málsatvik eru þau að auk þess að beita margvíslegum barsmíðum og ofbeldi tróð ofbeldismaðurinn fingrum upp í endaþarm og leggöng þolanda. Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að athæfið teldist ekki kynferðisbrot þar sem ásetningur geranda hefði verið að meiða þolanda, en ekki af kynferðislegum toga. Þessum skilningi dómaranna hefur verið mótmælt. Vísað hefur verið í skilning alþjóðasamfélagsins á nauðgunum í stríði sem kynferðisofbeldi, þar sem ætlunin er sannarlega að meiða, en ekki fá útrás fyrir greddu. Bent hefur verið á að ekki er dæmt eftir og í anda laga sem varða brot á kynfrelsi fólks og að skilgreining á kynferðisofbeldi getur ekki grundvallast á því hvort gerandi hafi kynferðislega nautn af verknaðinum. Hér var brotið á kynfrelsi þolanda en kynfrelsi er frelsi hverrar manneskju til að ákveða hvort hún vill taka þátt í kynferðislegum athöfnum. Brot á kynfrelsi skilgreinir kynferðisafbrot. Almenningur hefur tileinkað sér þennan skilning á kynferðisbrotum og þess vegna er ekki skrítið hve hörð viðbrögð almennings hafa verið við dómi Hæstaréttar. Að auki bætist við tilfinning um valdaleysi. Gagnrýni á dómskerfið í kynferðisafbrotamálum er ekki ný, hún er sagan endalausa. Við hljótum að velta fyrir okkur hvað stendur í vegi fyrir því að lög sem eru afrakstur áratuga langrar kvenfrelsisbaráttu og sýna skýran vilja löggjafans til að verja kynfrelsi virðast ekki skipta ofangreinda hæstaréttardómara máli. Femínistafélag Íslands harmar dóm Hæstaréttar og lýsir yfir stuðningi við baráttufólk fyrir kynfrelsi og gegn kynferðisofbeldi sem hefur gagnrýnt dóminn. Femínistafélagið stendur fyrir opnum fundi fimmtudaginn 14. febrúar að kvennaheimilinu Hallveigarstöðum um dóm Hæstaréttar og vernd kynfrelsis. Dómarar Hæstaréttar eru sérstaklega hvattir til að mæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Nýfallinn dómur Hæstaréttar nr. 521/2012 hefur vakið hörð viðbrögð. Í dómnum sýkna fjórir hæstaréttardómarar sakborninga af ákæru um kynferðisbrot. Málsatvik eru þau að auk þess að beita margvíslegum barsmíðum og ofbeldi tróð ofbeldismaðurinn fingrum upp í endaþarm og leggöng þolanda. Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að athæfið teldist ekki kynferðisbrot þar sem ásetningur geranda hefði verið að meiða þolanda, en ekki af kynferðislegum toga. Þessum skilningi dómaranna hefur verið mótmælt. Vísað hefur verið í skilning alþjóðasamfélagsins á nauðgunum í stríði sem kynferðisofbeldi, þar sem ætlunin er sannarlega að meiða, en ekki fá útrás fyrir greddu. Bent hefur verið á að ekki er dæmt eftir og í anda laga sem varða brot á kynfrelsi fólks og að skilgreining á kynferðisofbeldi getur ekki grundvallast á því hvort gerandi hafi kynferðislega nautn af verknaðinum. Hér var brotið á kynfrelsi þolanda en kynfrelsi er frelsi hverrar manneskju til að ákveða hvort hún vill taka þátt í kynferðislegum athöfnum. Brot á kynfrelsi skilgreinir kynferðisafbrot. Almenningur hefur tileinkað sér þennan skilning á kynferðisbrotum og þess vegna er ekki skrítið hve hörð viðbrögð almennings hafa verið við dómi Hæstaréttar. Að auki bætist við tilfinning um valdaleysi. Gagnrýni á dómskerfið í kynferðisafbrotamálum er ekki ný, hún er sagan endalausa. Við hljótum að velta fyrir okkur hvað stendur í vegi fyrir því að lög sem eru afrakstur áratuga langrar kvenfrelsisbaráttu og sýna skýran vilja löggjafans til að verja kynfrelsi virðast ekki skipta ofangreinda hæstaréttardómara máli. Femínistafélag Íslands harmar dóm Hæstaréttar og lýsir yfir stuðningi við baráttufólk fyrir kynfrelsi og gegn kynferðisofbeldi sem hefur gagnrýnt dóminn. Femínistafélagið stendur fyrir opnum fundi fimmtudaginn 14. febrúar að kvennaheimilinu Hallveigarstöðum um dóm Hæstaréttar og vernd kynfrelsis. Dómarar Hæstaréttar eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar