Kynferðisleg áreitni í Vesturbæjarlaug Snærós Sindradóttir skrifar 24. nóvember 2015 07:00 Hafliði Halldórsson forstöðumaður segir að kynferðisleg áreitni sé sem betur fer ekki daglegt brauð í Vesturbæjarlaug. Fréttablaðið/GVA Karlmaður á sextugsaldri var á dögunum dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa strokið hægra læri annars manns í gufubaði karla í Vesturbæjarlaug. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða þolanda áreitninnar 200 þúsund krónur. Annað sams konar mál kom upp í því sama gufubaði skömmu síðar, en þar var annar maður að verki, og er það til rannsóknar hjá lögreglu eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. „Þetta voru einhverjir sem eiga eitthvað bágt með sig,“ segir Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Hann segir að síðastliðin fjögur ár hafi í nokkur skipti verið kvartað yfir kynferðislegri áreitni í lauginni. Hafliði segir að þegar svona mál komi upp sé í raun lítið sem hægt sé að gera til frambúðar. Enginn svartur listi sé við lýði því forstöðumaður laugarinnar hafi aðeins heimild til að vísa fólki frá tímabundið. Sem dæmi um frávísunarsök er ef fólk neitar að baða sig áður en farið er í laugina eða ef það er mjög ölvað. „Ef það koma upp einhver svona mál og einhver kvartar þá hvetjum við viðkomandi til að kæra til lögreglu því við höfum ekkert í höndunum. Við erum ekki dómsvald. Þetta er almenningslaug og almenningssvæði og ef fólki er misboðið vegna framkomu eða hegðunar einhvers þá er það lögreglumál. En okkur ber skylda til að gæta hagsmuna þeirra sem eru hér gestir, að þeim sé ekki misboðið af náunganum,“ segir Hafliði. Hann segir að upp hafi komið kvartanir vegna áreitni í heitu pottunum líka, áreitnin einskorðist ekki við karlaklefann eða gufuna. Eftirlitsmyndavélar séu á útisvæði en engar í búningsklefum sem geri sönnun erfiðari. Fólki sé ekki meinaður aðgangur að lauginni nema eftir að kæra hefur borist og þá í samráði við borgarlögmann. „Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt og þarna er fólk að bera sig og annað. Það er alltaf rosalega erfitt að taka á svona málum.“ Maðurinn sem dæmdur var á dögunum játaði sök. Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri var á dögunum dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa strokið hægra læri annars manns í gufubaði karla í Vesturbæjarlaug. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða þolanda áreitninnar 200 þúsund krónur. Annað sams konar mál kom upp í því sama gufubaði skömmu síðar, en þar var annar maður að verki, og er það til rannsóknar hjá lögreglu eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. „Þetta voru einhverjir sem eiga eitthvað bágt með sig,“ segir Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Hann segir að síðastliðin fjögur ár hafi í nokkur skipti verið kvartað yfir kynferðislegri áreitni í lauginni. Hafliði segir að þegar svona mál komi upp sé í raun lítið sem hægt sé að gera til frambúðar. Enginn svartur listi sé við lýði því forstöðumaður laugarinnar hafi aðeins heimild til að vísa fólki frá tímabundið. Sem dæmi um frávísunarsök er ef fólk neitar að baða sig áður en farið er í laugina eða ef það er mjög ölvað. „Ef það koma upp einhver svona mál og einhver kvartar þá hvetjum við viðkomandi til að kæra til lögreglu því við höfum ekkert í höndunum. Við erum ekki dómsvald. Þetta er almenningslaug og almenningssvæði og ef fólki er misboðið vegna framkomu eða hegðunar einhvers þá er það lögreglumál. En okkur ber skylda til að gæta hagsmuna þeirra sem eru hér gestir, að þeim sé ekki misboðið af náunganum,“ segir Hafliði. Hann segir að upp hafi komið kvartanir vegna áreitni í heitu pottunum líka, áreitnin einskorðist ekki við karlaklefann eða gufuna. Eftirlitsmyndavélar séu á útisvæði en engar í búningsklefum sem geri sönnun erfiðari. Fólki sé ekki meinaður aðgangur að lauginni nema eftir að kæra hefur borist og þá í samráði við borgarlögmann. „Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt og þarna er fólk að bera sig og annað. Það er alltaf rosalega erfitt að taka á svona málum.“ Maðurinn sem dæmdur var á dögunum játaði sök.
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira