Kynferðisleg áreitni í Vesturbæjarlaug Snærós Sindradóttir skrifar 24. nóvember 2015 07:00 Hafliði Halldórsson forstöðumaður segir að kynferðisleg áreitni sé sem betur fer ekki daglegt brauð í Vesturbæjarlaug. Fréttablaðið/GVA Karlmaður á sextugsaldri var á dögunum dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa strokið hægra læri annars manns í gufubaði karla í Vesturbæjarlaug. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða þolanda áreitninnar 200 þúsund krónur. Annað sams konar mál kom upp í því sama gufubaði skömmu síðar, en þar var annar maður að verki, og er það til rannsóknar hjá lögreglu eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. „Þetta voru einhverjir sem eiga eitthvað bágt með sig,“ segir Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Hann segir að síðastliðin fjögur ár hafi í nokkur skipti verið kvartað yfir kynferðislegri áreitni í lauginni. Hafliði segir að þegar svona mál komi upp sé í raun lítið sem hægt sé að gera til frambúðar. Enginn svartur listi sé við lýði því forstöðumaður laugarinnar hafi aðeins heimild til að vísa fólki frá tímabundið. Sem dæmi um frávísunarsök er ef fólk neitar að baða sig áður en farið er í laugina eða ef það er mjög ölvað. „Ef það koma upp einhver svona mál og einhver kvartar þá hvetjum við viðkomandi til að kæra til lögreglu því við höfum ekkert í höndunum. Við erum ekki dómsvald. Þetta er almenningslaug og almenningssvæði og ef fólki er misboðið vegna framkomu eða hegðunar einhvers þá er það lögreglumál. En okkur ber skylda til að gæta hagsmuna þeirra sem eru hér gestir, að þeim sé ekki misboðið af náunganum,“ segir Hafliði. Hann segir að upp hafi komið kvartanir vegna áreitni í heitu pottunum líka, áreitnin einskorðist ekki við karlaklefann eða gufuna. Eftirlitsmyndavélar séu á útisvæði en engar í búningsklefum sem geri sönnun erfiðari. Fólki sé ekki meinaður aðgangur að lauginni nema eftir að kæra hefur borist og þá í samráði við borgarlögmann. „Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt og þarna er fólk að bera sig og annað. Það er alltaf rosalega erfitt að taka á svona málum.“ Maðurinn sem dæmdur var á dögunum játaði sök. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri var á dögunum dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa strokið hægra læri annars manns í gufubaði karla í Vesturbæjarlaug. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða þolanda áreitninnar 200 þúsund krónur. Annað sams konar mál kom upp í því sama gufubaði skömmu síðar, en þar var annar maður að verki, og er það til rannsóknar hjá lögreglu eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. „Þetta voru einhverjir sem eiga eitthvað bágt með sig,“ segir Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Hann segir að síðastliðin fjögur ár hafi í nokkur skipti verið kvartað yfir kynferðislegri áreitni í lauginni. Hafliði segir að þegar svona mál komi upp sé í raun lítið sem hægt sé að gera til frambúðar. Enginn svartur listi sé við lýði því forstöðumaður laugarinnar hafi aðeins heimild til að vísa fólki frá tímabundið. Sem dæmi um frávísunarsök er ef fólk neitar að baða sig áður en farið er í laugina eða ef það er mjög ölvað. „Ef það koma upp einhver svona mál og einhver kvartar þá hvetjum við viðkomandi til að kæra til lögreglu því við höfum ekkert í höndunum. Við erum ekki dómsvald. Þetta er almenningslaug og almenningssvæði og ef fólki er misboðið vegna framkomu eða hegðunar einhvers þá er það lögreglumál. En okkur ber skylda til að gæta hagsmuna þeirra sem eru hér gestir, að þeim sé ekki misboðið af náunganum,“ segir Hafliði. Hann segir að upp hafi komið kvartanir vegna áreitni í heitu pottunum líka, áreitnin einskorðist ekki við karlaklefann eða gufuna. Eftirlitsmyndavélar séu á útisvæði en engar í búningsklefum sem geri sönnun erfiðari. Fólki sé ekki meinaður aðgangur að lauginni nema eftir að kæra hefur borist og þá í samráði við borgarlögmann. „Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt og þarna er fólk að bera sig og annað. Það er alltaf rosalega erfitt að taka á svona málum.“ Maðurinn sem dæmdur var á dögunum játaði sök.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira