MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 07:30

Brassar langfyrstir ađ tryggja sér sćti á HM og settu met

SPORT

Kylfingur ýtti krókódíl út í vatn | Myndband

 
Golf
23:15 17. MARS 2017
Cody Gribble kann á krókódíla.
Cody Gribble kann á krókódíla. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Það þarf greinilega meira en stóran krókódíl til að koma kylfingnum Cody Gribble úr jafnvægi.

Þessi 26 ára gamli Bandaríkjamaður sýndi það á Arnold Palmer Invitational mótinu á Bay Hill's vellinum í Flórída í gær.

Gribble kom þá auga á stóran krókódíl sem flatmagaði á brautinni. Hann lét sér ekki bregða og danglaði í halann á krókódílnum sem stökk út í vatnið.

Myndband af þessu atviki hefur vakið talsverða athygli, Gribble til mikillar furðu.

„Ég vissi ekki að þetta hefði náðst á myndband,“ sagði Gribble.

„Krókódílinn leit út fyrir að þurfa á hreyfingu að halda. Hann sat þarna og var fyrir mér og þar sem ég var ekki að spila vel vildi ég koma adrenalínunu af stað,“ bætti kylfingurinn óttalausi við.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Golf / Kylfingur ýtti krókódíl út í vatn | Myndband
Fara efst