Kvikmyndagerðarmenn fagna nýju frumvarpi Bjarki Ármannsson skrifar 15. apríl 2016 12:58 Formaður SÍK segir samkeppnisstöðu Íslands batna ef endurgreiðslur úr ríkissjóði hækka úr tuttugu í 25 prósent. Vísir/Ernir Formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) fagnar nýju frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem gerir ráð fyrir því að endurgreiðslur úr ríkissjóði til kvikmyndagerðar hækki úr tuttugu prósentum í 25 prósent. Í frumvarpinu er lögð til hækkun á endurgreiðslum í samræmi við reglur í öðrum löndum til að auka samkeppnishæfi Íslands. „Við erum mjög sátt við það hvernig þetta er lagt fram,“ segir Hilmar Sigurðsson, formaður SÍK, um frumvarpið. „Þarna eru náttúrulega atriði sem við höfum verið að benda á í gegnum tíðina sem myndu gera lífið aðeins einfaldara, því við þurfum alltaf að stofna sérfyritæki utan um hverja framleiðslu. En grunnurinn í þessu er bara frábær.“Sjá einnig: Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndagerðar var komið á hér á landi árið 1999 og í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu segir að það hafi síðan verið ein meginstoðin í eflingu innlendrar kvikmyndagerðar. Hilmar segir að samkeppnisstaða Íslands verði aftur mjög góð miðað við þau lönd sem við helst keppum við á þessu sviði, til að mynda Noreg og Írland, ef nýja frumvarpið verður að lögum. Ávinningsins af því myndi gæta fljótlega. „Viðbrögðin sem við höfum verið að frétta af erlendis frá hafa verið mjög góð og þetta eykur þá líkurnar á því að við fáum fleiri stærri verkefni hingað heim,“ segir hann. „En ekki síður, þá hjálpar þetta líka okkur sem erum í innlendri framleiðslu að koma því á framfæri erlendis. Þannig að þetta vinnur allt saman og við verðum bara betri í því sem við erum að gera.“ Tengdar fréttir Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) fagnar nýju frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem gerir ráð fyrir því að endurgreiðslur úr ríkissjóði til kvikmyndagerðar hækki úr tuttugu prósentum í 25 prósent. Í frumvarpinu er lögð til hækkun á endurgreiðslum í samræmi við reglur í öðrum löndum til að auka samkeppnishæfi Íslands. „Við erum mjög sátt við það hvernig þetta er lagt fram,“ segir Hilmar Sigurðsson, formaður SÍK, um frumvarpið. „Þarna eru náttúrulega atriði sem við höfum verið að benda á í gegnum tíðina sem myndu gera lífið aðeins einfaldara, því við þurfum alltaf að stofna sérfyritæki utan um hverja framleiðslu. En grunnurinn í þessu er bara frábær.“Sjá einnig: Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndagerðar var komið á hér á landi árið 1999 og í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu segir að það hafi síðan verið ein meginstoðin í eflingu innlendrar kvikmyndagerðar. Hilmar segir að samkeppnisstaða Íslands verði aftur mjög góð miðað við þau lönd sem við helst keppum við á þessu sviði, til að mynda Noreg og Írland, ef nýja frumvarpið verður að lögum. Ávinningsins af því myndi gæta fljótlega. „Viðbrögðin sem við höfum verið að frétta af erlendis frá hafa verið mjög góð og þetta eykur þá líkurnar á því að við fáum fleiri stærri verkefni hingað heim,“ segir hann. „En ekki síður, þá hjálpar þetta líka okkur sem erum í innlendri framleiðslu að koma því á framfæri erlendis. Þannig að þetta vinnur allt saman og við verðum bara betri í því sem við erum að gera.“
Tengdar fréttir Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45
Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25