Kvikmyndagerðarmenn fagna nýju frumvarpi Bjarki Ármannsson skrifar 15. apríl 2016 12:58 Formaður SÍK segir samkeppnisstöðu Íslands batna ef endurgreiðslur úr ríkissjóði hækka úr tuttugu í 25 prósent. Vísir/Ernir Formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) fagnar nýju frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem gerir ráð fyrir því að endurgreiðslur úr ríkissjóði til kvikmyndagerðar hækki úr tuttugu prósentum í 25 prósent. Í frumvarpinu er lögð til hækkun á endurgreiðslum í samræmi við reglur í öðrum löndum til að auka samkeppnishæfi Íslands. „Við erum mjög sátt við það hvernig þetta er lagt fram,“ segir Hilmar Sigurðsson, formaður SÍK, um frumvarpið. „Þarna eru náttúrulega atriði sem við höfum verið að benda á í gegnum tíðina sem myndu gera lífið aðeins einfaldara, því við þurfum alltaf að stofna sérfyritæki utan um hverja framleiðslu. En grunnurinn í þessu er bara frábær.“Sjá einnig: Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndagerðar var komið á hér á landi árið 1999 og í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu segir að það hafi síðan verið ein meginstoðin í eflingu innlendrar kvikmyndagerðar. Hilmar segir að samkeppnisstaða Íslands verði aftur mjög góð miðað við þau lönd sem við helst keppum við á þessu sviði, til að mynda Noreg og Írland, ef nýja frumvarpið verður að lögum. Ávinningsins af því myndi gæta fljótlega. „Viðbrögðin sem við höfum verið að frétta af erlendis frá hafa verið mjög góð og þetta eykur þá líkurnar á því að við fáum fleiri stærri verkefni hingað heim,“ segir hann. „En ekki síður, þá hjálpar þetta líka okkur sem erum í innlendri framleiðslu að koma því á framfæri erlendis. Þannig að þetta vinnur allt saman og við verðum bara betri í því sem við erum að gera.“ Tengdar fréttir Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) fagnar nýju frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem gerir ráð fyrir því að endurgreiðslur úr ríkissjóði til kvikmyndagerðar hækki úr tuttugu prósentum í 25 prósent. Í frumvarpinu er lögð til hækkun á endurgreiðslum í samræmi við reglur í öðrum löndum til að auka samkeppnishæfi Íslands. „Við erum mjög sátt við það hvernig þetta er lagt fram,“ segir Hilmar Sigurðsson, formaður SÍK, um frumvarpið. „Þarna eru náttúrulega atriði sem við höfum verið að benda á í gegnum tíðina sem myndu gera lífið aðeins einfaldara, því við þurfum alltaf að stofna sérfyritæki utan um hverja framleiðslu. En grunnurinn í þessu er bara frábær.“Sjá einnig: Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndagerðar var komið á hér á landi árið 1999 og í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu segir að það hafi síðan verið ein meginstoðin í eflingu innlendrar kvikmyndagerðar. Hilmar segir að samkeppnisstaða Íslands verði aftur mjög góð miðað við þau lönd sem við helst keppum við á þessu sviði, til að mynda Noreg og Írland, ef nýja frumvarpið verður að lögum. Ávinningsins af því myndi gæta fljótlega. „Viðbrögðin sem við höfum verið að frétta af erlendis frá hafa verið mjög góð og þetta eykur þá líkurnar á því að við fáum fleiri stærri verkefni hingað heim,“ segir hann. „En ekki síður, þá hjálpar þetta líka okkur sem erum í innlendri framleiðslu að koma því á framfæri erlendis. Þannig að þetta vinnur allt saman og við verðum bara betri í því sem við erum að gera.“
Tengdar fréttir Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45
Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25