„Skrítið að Íslandsstofa treysti ekki íslensku fagfólki“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 23. október 2014 07:00 Í myndbandinu er manneskju fylgt eftir á draumaferðalagi hennar um landið. „Það er mjög skrítið að Íslandsstofa treysti ekki íslensku fagfólki til að kynna Ísland,“ segir Stefanía Thors, varaformaður Félags kvikmyndagerðarmanna. Nýju myndbandi Íslandsstofu, sem er hluti herferðarinnar Inspired By Iceland, er ætlað að kynna Ísland sem spennandi vetraráfangastað. Myndbandið var unnið af Íslandsstofu í samstarfi við Íslensku auglýsingastofuna, almannatengslaskrifstofuna Brooklyn Brothers í London og Pulse Films. Leikstjórar og kvikmyndatökumenn á vegum Pulse Films gerðu myndbandið. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn undra sig á því að ekki hafi verið leitað til fagfólks hérlendis. Daði Guðjónsson hjá Íslandsstofu segir tækifæri hafa falist í því að fá erlenda aðila í verkið.Stefanía Thors„Glöggt er gestsaugað. Við vorum að fara í gang með þennan leyndarmálatúr og við vildum að þeir sem færu förina vissu ekki mikið um landið. Þetta er margverðlaunað leikstjórapar sem hefur unnið með heimsþekktum aðilum eins og 50 cents, Kate Perry og Nokia. Það má ekki gleyma að þetta er markaðsherferð á heimsvísu og það eru ákveðin tækifæri í kynningu að fá svona aðila til að vinna með okkur,“ segir Daði. Fyrir gerð myndbandsins var efnt til samkeppni þar sem fólk átti að lýsa draumaferðalagi um Ísland. Var einn valinn til að fara í sína draumaferð. Að sögn Daða kostaði vinna erlendu aðilanna sex milljónir. Á heimasíðu Íslandsstofu kemur fram að meðal yfirlýstra markmiða sé að tryggja markvisst kynningar- og markaðsstarf sem miðar að því að auka gjaldeyristekjur lista og skapandi greina. „Það skýtur skökku við að nota erlend fyrirtæki til þess að kynna Ísland,“ segir Stefanía. Undarlegt sé að ekki hafi verið leitað til fagfólks hérlendis til að gera myndbandið og kynna íslenskt fagfólk í leiðinni. „Er ekki alltaf verið að tala um að það vanti gjaldeyri inn í landið en þeir borga erlendum aðilum fyrir þessa vinnu.“ Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, tekur í sama streng. „Það er alveg ótrúlega skrítið, sérstaklega í þessu árferði þegar íslenskir kvikmyndagerðarmenn berjast í bökkum, að leitað sé út fyrir landsteinana. Það er undarlegt að það sé þá ekki reynt að beina þessum viðskiptum til íslenskra kvikmyndagerðarmanna,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Það er mjög skrítið að Íslandsstofa treysti ekki íslensku fagfólki til að kynna Ísland,“ segir Stefanía Thors, varaformaður Félags kvikmyndagerðarmanna. Nýju myndbandi Íslandsstofu, sem er hluti herferðarinnar Inspired By Iceland, er ætlað að kynna Ísland sem spennandi vetraráfangastað. Myndbandið var unnið af Íslandsstofu í samstarfi við Íslensku auglýsingastofuna, almannatengslaskrifstofuna Brooklyn Brothers í London og Pulse Films. Leikstjórar og kvikmyndatökumenn á vegum Pulse Films gerðu myndbandið. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn undra sig á því að ekki hafi verið leitað til fagfólks hérlendis. Daði Guðjónsson hjá Íslandsstofu segir tækifæri hafa falist í því að fá erlenda aðila í verkið.Stefanía Thors„Glöggt er gestsaugað. Við vorum að fara í gang með þennan leyndarmálatúr og við vildum að þeir sem færu förina vissu ekki mikið um landið. Þetta er margverðlaunað leikstjórapar sem hefur unnið með heimsþekktum aðilum eins og 50 cents, Kate Perry og Nokia. Það má ekki gleyma að þetta er markaðsherferð á heimsvísu og það eru ákveðin tækifæri í kynningu að fá svona aðila til að vinna með okkur,“ segir Daði. Fyrir gerð myndbandsins var efnt til samkeppni þar sem fólk átti að lýsa draumaferðalagi um Ísland. Var einn valinn til að fara í sína draumaferð. Að sögn Daða kostaði vinna erlendu aðilanna sex milljónir. Á heimasíðu Íslandsstofu kemur fram að meðal yfirlýstra markmiða sé að tryggja markvisst kynningar- og markaðsstarf sem miðar að því að auka gjaldeyristekjur lista og skapandi greina. „Það skýtur skökku við að nota erlend fyrirtæki til þess að kynna Ísland,“ segir Stefanía. Undarlegt sé að ekki hafi verið leitað til fagfólks hérlendis til að gera myndbandið og kynna íslenskt fagfólk í leiðinni. „Er ekki alltaf verið að tala um að það vanti gjaldeyri inn í landið en þeir borga erlendum aðilum fyrir þessa vinnu.“ Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, tekur í sama streng. „Það er alveg ótrúlega skrítið, sérstaklega í þessu árferði þegar íslenskir kvikmyndagerðarmenn berjast í bökkum, að leitað sé út fyrir landsteinana. Það er undarlegt að það sé þá ekki reynt að beina þessum viðskiptum til íslenskra kvikmyndagerðarmanna,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira