Kvenréttindi – mál okkar allra Anna Katarzyna Wozniczka skrifar 19. júní 2014 07:00 Í dag, 19. júní, fögnum við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi kvenréttindadeginum og óskum öllum íbúum landsins til hamingju með daginn! Hlutverk samtakanna, sem eru nú á sínu ellefta starfsári, hefur alltaf verið að sameina, takast á við og ljá hagsmuna- og áhugamálum kvenna sem sest hafa að á Íslandi rödd. Markmið samtakanna er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins. Samtökin eru opin öllum konum af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi, en þrátt fyrir að við séum kvennasamtök eru málefni barna og karla af erlendum uppruna ekki síður mikilvæg í okkar augum. Við berjumst fyrir jafnrétti og betri stöðu þeirra með því að taka þátt í fundum um málefni innflytjenda og með umsagnarskrifum um lagafrumvörp. Við hvetjum, upplýsum og eflum konur af erlendum uppruna til þess að þær geti stutt fjölskyldur sínar á árangursríkan hátt á meðan þær eru að aðlagast samfélaginu. Við viljum sjá að þjálfun og menntun kvenna af erlendu þjóðerni sé viðurkennd og að þeim sé fært að nýta þekkingu og reynslu sína og njóta sömu tækifæra á vinnumarkaði og í samfélaginu. Raddir okkar og erlendur hreimur þurfa að heyrast á öllum sviðum.Mismunun Samtök kvenna af erlendum uppruna eru einnig virk í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, með því að taka málstað kvenna sem orðið hafa fórnarlömb ofbeldis og fræða þær um rétt þeirra og með því að leitast við að tryggja að þolendur séu ekki órétti beittir í þjóðfélaginu. Í haust ætlum við að fara af stað með verkefni í samstarfi við sérfræðinga, sem hefur það markmið að greina þarfir hverrar og einnar konu sem mun taka þátt og hjálpa þeim svo á mismunandi sviðum, hvort sem það eru atvinnumál, menntun eða persónuleg mál í gegnum einstaklingsráðgjöf og hópavinnu. Við munum einnig áfram sjá um atburði eins og Söguhring kvenna í samstarfi við Borgarbókasafnið, Þjóðlegt eldhús og jafningjaráðgjöf. Þrátt fyrir mikilvæga vinnu okkar og annarra stofnana og félagssamtaka verðum við enn vitni að sögum um meinta mismunun í launum, vinnuaðstæðum, við ráðningar eða skólainngöngu. Við þekkjum konur sem geta ekki nýtt hæfileika og/eða menntun sína í starfi. Við fréttum oft af erfiðri stöðu hælisleitenda. Við vitum að kynbundið ofbeldi er til, en við erum ekki enn búin að finna lausn á því hvernig hægt er að nálgast alla þolendur og hjálpa þeim. Þetta eru samfélagsmál sem varða okkur öll, því er eina ráðið að vinna saman – saman að betra samfélagi.www.womeniniceland.ishttps://www.facebook.com/groups/womeniniceland/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í dag, 19. júní, fögnum við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi kvenréttindadeginum og óskum öllum íbúum landsins til hamingju með daginn! Hlutverk samtakanna, sem eru nú á sínu ellefta starfsári, hefur alltaf verið að sameina, takast á við og ljá hagsmuna- og áhugamálum kvenna sem sest hafa að á Íslandi rödd. Markmið samtakanna er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins. Samtökin eru opin öllum konum af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi, en þrátt fyrir að við séum kvennasamtök eru málefni barna og karla af erlendum uppruna ekki síður mikilvæg í okkar augum. Við berjumst fyrir jafnrétti og betri stöðu þeirra með því að taka þátt í fundum um málefni innflytjenda og með umsagnarskrifum um lagafrumvörp. Við hvetjum, upplýsum og eflum konur af erlendum uppruna til þess að þær geti stutt fjölskyldur sínar á árangursríkan hátt á meðan þær eru að aðlagast samfélaginu. Við viljum sjá að þjálfun og menntun kvenna af erlendu þjóðerni sé viðurkennd og að þeim sé fært að nýta þekkingu og reynslu sína og njóta sömu tækifæra á vinnumarkaði og í samfélaginu. Raddir okkar og erlendur hreimur þurfa að heyrast á öllum sviðum.Mismunun Samtök kvenna af erlendum uppruna eru einnig virk í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, með því að taka málstað kvenna sem orðið hafa fórnarlömb ofbeldis og fræða þær um rétt þeirra og með því að leitast við að tryggja að þolendur séu ekki órétti beittir í þjóðfélaginu. Í haust ætlum við að fara af stað með verkefni í samstarfi við sérfræðinga, sem hefur það markmið að greina þarfir hverrar og einnar konu sem mun taka þátt og hjálpa þeim svo á mismunandi sviðum, hvort sem það eru atvinnumál, menntun eða persónuleg mál í gegnum einstaklingsráðgjöf og hópavinnu. Við munum einnig áfram sjá um atburði eins og Söguhring kvenna í samstarfi við Borgarbókasafnið, Þjóðlegt eldhús og jafningjaráðgjöf. Þrátt fyrir mikilvæga vinnu okkar og annarra stofnana og félagssamtaka verðum við enn vitni að sögum um meinta mismunun í launum, vinnuaðstæðum, við ráðningar eða skólainngöngu. Við þekkjum konur sem geta ekki nýtt hæfileika og/eða menntun sína í starfi. Við fréttum oft af erfiðri stöðu hælisleitenda. Við vitum að kynbundið ofbeldi er til, en við erum ekki enn búin að finna lausn á því hvernig hægt er að nálgast alla þolendur og hjálpa þeim. Þetta eru samfélagsmál sem varða okkur öll, því er eina ráðið að vinna saman – saman að betra samfélagi.www.womeniniceland.ishttps://www.facebook.com/groups/womeniniceland/
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar