Innlent

Kvennaslóðir.is

Næstum sex hundruð sérfræðingar af kvenkyni eru skráðir í gagnabankann Kvennaslóðir sem var enduropnaður með viðhöfn í dag. Forstöðumaður Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum er sannfærður um að bankinn hjálpi til við að jafna kynjahallann í fjölmiðlum og stjórnum fyrirtækja.

Gagngerar breytingar hafa verið gerðar á gagnabankanum kvennaslóðir.is sem er upplýsingagrunnur á netinu yfir konur sem eru sérfræðingar á ýmsustu sviðum þjóðfélagsins. Upphaflega opnaði hann árið 2003 en var þá nokkuð þungur í vöfum og náði ekki flugi. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sem opnaði vefinn í hádeginu í dag. Slóðin er: www.kvennaslodir.is



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×