Kvennadagar í sundlaugum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. september 2013 17:14 Jón Gnarr vakti athygli á að hann stæði í fyrsta skipti í pontu með gleraugu og fannst honum um ákveðin tímamót að ræða. Á borgarstjórnarfundi í gær var farið yfir skýrslu sem starfshópur hefur unnið um sundlaugarnar í Reykjavík. Umræður sköpuðust og talaði Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstrigrænna, sérstaklega um að það þurfi að kyngreina þjónustuna sem borgin veiti og að fleiri karlar en konur sæki sundstaði borgarinnar. Jón Gnarr, borgarstjóri, sagði Sóleyju hafa vakið hann til umhugsunar. „Ég tek undir að það vanti kynjaðar áherslur. Ég hef heyrt þeirri hugmynd fleygt að hafa sérstaka kvennadaga í sundlaugum, þar sem sundlaugar eru eingöngu opnar konum og körlum er meinaður aðgangur. Það finnst mér spennandi hugmynd og væri gaman að sjá hvernig það tækist til," sagði Jón Gnarr í ræðu sinni. Jón talaði einnig um mikilvægi sundlaugamenningar á íslandi og hvernig hún mótar íslenska þjóðarsál. „Það að fara í sund er ekki bara heilsurækt heldur miklu frekar félagsleg athöfn og má þá sérstaklega nefna heita pottinn. Þar kemur fólk saman og talar saman. Ólíkt mörgum öðrum tækifærum þá er fólk að jafnaði ekki undir áhrifum áfengis, það ræðir saman án þess að vera ölvað. Það er ekki sjálfgefið því fólki finnst oft þægilegra að vera ölvað þegar það ræðir saman," sagði Jón Gnarr í ræðu sinni. Í byrjun ræðunnar vakti Jón Gnarr athygli á að hann stæði í fyrsta skipti í pontu með gleraugu og fannst honum um ákveðin tímamót að ræða. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi í gær var farið yfir skýrslu sem starfshópur hefur unnið um sundlaugarnar í Reykjavík. Umræður sköpuðust og talaði Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstrigrænna, sérstaklega um að það þurfi að kyngreina þjónustuna sem borgin veiti og að fleiri karlar en konur sæki sundstaði borgarinnar. Jón Gnarr, borgarstjóri, sagði Sóleyju hafa vakið hann til umhugsunar. „Ég tek undir að það vanti kynjaðar áherslur. Ég hef heyrt þeirri hugmynd fleygt að hafa sérstaka kvennadaga í sundlaugum, þar sem sundlaugar eru eingöngu opnar konum og körlum er meinaður aðgangur. Það finnst mér spennandi hugmynd og væri gaman að sjá hvernig það tækist til," sagði Jón Gnarr í ræðu sinni. Jón talaði einnig um mikilvægi sundlaugamenningar á íslandi og hvernig hún mótar íslenska þjóðarsál. „Það að fara í sund er ekki bara heilsurækt heldur miklu frekar félagsleg athöfn og má þá sérstaklega nefna heita pottinn. Þar kemur fólk saman og talar saman. Ólíkt mörgum öðrum tækifærum þá er fólk að jafnaði ekki undir áhrifum áfengis, það ræðir saman án þess að vera ölvað. Það er ekki sjálfgefið því fólki finnst oft þægilegra að vera ölvað þegar það ræðir saman," sagði Jón Gnarr í ræðu sinni. Í byrjun ræðunnar vakti Jón Gnarr athygli á að hann stæði í fyrsta skipti í pontu með gleraugu og fannst honum um ákveðin tímamót að ræða.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira