Tilkynnt var um að eldur væri laus í Pizza húsinu í Keflavík um helgina.
Þegar lögreglumenn komu á vettvang barst mikill reykur frá staðnum. Slökkviliðsmenn fóru inn í húsið og sáu þegar hvar eldurinn átti upptök sín.
Starfsmaður Pizza hússins hafði kveikt upp í ofninum en ekki áttað sig á því að í honum voru tómir pizzakassar, sem kviknaði í.
Kveikti í tómum pizzakössum
