Erlent

Kvartað yfir vinsælum sjónvarpsþætti vegna vændisumfjöllunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sidse Babette Knudsen fer með aðalhlutverk í Borgen.
Sidse Babette Knudsen fer með aðalhlutverk í Borgen.
Sjónvarpsþátturinn Borgen upphefur vændi, segir Lars Aslan Rasmussen, talsmaður sósíaldemókrata í velferðarmálum í borgarstjórn Kaupmannahafnar. Hann segir að í nýjum þætti í hinni vinsælu sjónvarpsþáttaseríu sé vændi lýst í allt of björtu ljósi. Umræddur þáttur var sendur út á DR 1 í gær.

Rasmussen hefur því sent kvörtun til yfirstjórnar danska ríkissjónvarpsins, sem sýnir þættina. Vændi er upphafi í þáttunum og mér finnst það ósmekklegt," segir hann í samtali við BT. „Það er manneskja í þáttunum, sem segir að ein af hennar vinum hafi orðið vinsælasta stelpan í bekknum, af því að hún seldi líkama sinn," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×