Kvartað yfir brúnkuleik til umboðsmanns barna Erla Hlynsdóttir skrifar 3. febrúar 2011 14:37 Skjáskot af vef Pjattrófanna á Eyjunni þar sem leikurinn er auglýstur. - pjattrofur.eyjan.is Umboðsmanni barna hefur borist kvörtun vegna gjafaleiks sem Pjattrófurnar á Eyjunni og snyrtistofan Mizu standa fyrir þar sem stúlkum á aldrinum 15 til 18 ára er boðið í brúnkusprey. Leikurinn er auglýstur á vef Pjattrófanna en til að eiga möguleika á vinningi þurfa stúlkurnar að gerast Facebook-vinir þeirra og hvetja vini sína til að gerast einnig Facebook-vinir Pjattrófanna. Sex stúlkur verða dregnar út þegar vinafjöldinn nær 18 þúsundum og fá þær að fara frítt í brúnkusprey hjá Mizu. Þegar þessar línur eru skrifaðar er mjög stutt í að sá fjöldi náist. „Þú getur valið um 3 ólíkar tegundir af lit, frá 1 og upp í 3. Litur númer 3 er dekkstur (fitness keppendur og fólk með tanorexiu) en litur nr. 1 er fallega gylltur og þannig færðu bara frísklegt og flott útlit án þess að vera áberandi brúúún," segir á vef Pjattrófanna. „...þar sem krökkum undir 18 er bannað að fara í ljós (sem betur fer) langar okkur að vekja athygli á þessum frábæra valkosti," segir þar ennfremur. Upphaflega var leikurinn fyrir stúlkur frá 14 ára aldri en aldurstakmarkið síðar hækkað. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segir embættið skrá hjá sér allar ábendingar og metur í framhaldinu hvort brugðist er við. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvort gerðar verða athugasemdir vegna gjafaleiksins en hann hófst í gær. „Við höfum árum saman beitt okkur gegn markaðssetningu sem beint er að börnum og unglingum. Þarna eru auðvitað um að ræða stálpuð börn, segir María en skjólstæðingar embættisins eru allir undir 18 ára aldri. „Markaðssókn, sem beinist að börnum, á að leitast við að miðla heilbrigðri líkamsmynd og mannvirðingu og forðast óheilbrigðar staðalmyndir," segir í leiðbeinandi reglum sem umboðsmaður barna hefur gefið út. Margréti Maríu þykir þegar notuð er markaðssetning sem ýtir undir útlitsdýrkun hjá ungum stúlkum og gefið er í skyn að þær séu ekki nógu góðar eins og þær eru. „Þetta er ekki það sem við mælum með," segir hún. Til stendur að endurskoða reglur um neytendavernd barna, sem þó eru aðeins leiðbeinandi. Þar verður væntanlega komið inn á hvernig Facebook er í auknum mæli notað til markaðssetningar. Umboðsmaður barna endurskoðar reglurnar í samvinnu við talsmann neytenda. Margrét María segir mikilvægt að fá ábendingar frá fólki um það sem því finnst að embættið eigi að skoða og hvetur fólk til að hafa samband ef því þykir ástæða til. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira
Umboðsmanni barna hefur borist kvörtun vegna gjafaleiks sem Pjattrófurnar á Eyjunni og snyrtistofan Mizu standa fyrir þar sem stúlkum á aldrinum 15 til 18 ára er boðið í brúnkusprey. Leikurinn er auglýstur á vef Pjattrófanna en til að eiga möguleika á vinningi þurfa stúlkurnar að gerast Facebook-vinir þeirra og hvetja vini sína til að gerast einnig Facebook-vinir Pjattrófanna. Sex stúlkur verða dregnar út þegar vinafjöldinn nær 18 þúsundum og fá þær að fara frítt í brúnkusprey hjá Mizu. Þegar þessar línur eru skrifaðar er mjög stutt í að sá fjöldi náist. „Þú getur valið um 3 ólíkar tegundir af lit, frá 1 og upp í 3. Litur númer 3 er dekkstur (fitness keppendur og fólk með tanorexiu) en litur nr. 1 er fallega gylltur og þannig færðu bara frísklegt og flott útlit án þess að vera áberandi brúúún," segir á vef Pjattrófanna. „...þar sem krökkum undir 18 er bannað að fara í ljós (sem betur fer) langar okkur að vekja athygli á þessum frábæra valkosti," segir þar ennfremur. Upphaflega var leikurinn fyrir stúlkur frá 14 ára aldri en aldurstakmarkið síðar hækkað. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segir embættið skrá hjá sér allar ábendingar og metur í framhaldinu hvort brugðist er við. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvort gerðar verða athugasemdir vegna gjafaleiksins en hann hófst í gær. „Við höfum árum saman beitt okkur gegn markaðssetningu sem beint er að börnum og unglingum. Þarna eru auðvitað um að ræða stálpuð börn, segir María en skjólstæðingar embættisins eru allir undir 18 ára aldri. „Markaðssókn, sem beinist að börnum, á að leitast við að miðla heilbrigðri líkamsmynd og mannvirðingu og forðast óheilbrigðar staðalmyndir," segir í leiðbeinandi reglum sem umboðsmaður barna hefur gefið út. Margréti Maríu þykir þegar notuð er markaðssetning sem ýtir undir útlitsdýrkun hjá ungum stúlkum og gefið er í skyn að þær séu ekki nógu góðar eins og þær eru. „Þetta er ekki það sem við mælum með," segir hún. Til stendur að endurskoða reglur um neytendavernd barna, sem þó eru aðeins leiðbeinandi. Þar verður væntanlega komið inn á hvernig Facebook er í auknum mæli notað til markaðssetningar. Umboðsmaður barna endurskoðar reglurnar í samvinnu við talsmann neytenda. Margrét María segir mikilvægt að fá ábendingar frá fólki um það sem því finnst að embættið eigi að skoða og hvetur fólk til að hafa samband ef því þykir ástæða til.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira