Krzyzewski verđur međ landsliđiđ á ÓL í Ríó

 
Körfubolti
12:30 19. FEBRÚAR 2016
Krzyzewski ásamt Steph Curry.
Krzyzewski ásamt Steph Curry. VÍSIR/GETTY

Það hafa verið sögusagnir um að Mike Krzyzewski muni ekki þjálfa bandaríska körfuboltalandsliðið á ÓL í Ríó.

Þær sögur hafa komið til út af heilsufarsvandræðum þjálfarans.

Hann er mjög slæmur í hnjánum og ætlar að fara í aðgerð eftir að tímabilinu í háskólaboltanum lýkur. Hann er þjálfari Duke.

Í ljósi þessara sögusagna gáfu Krzyzewski og Jerry Colangelo, formaður bandaríska körfuknattleikssambandsins, út yfirlýsingar í gær þar sem þeir ítrekuðu að Krzyzewski yrði með liðið í Ríó.

Krzyzewski nær að fara í aðgerð og endurhæfingu áður en ballið byrjar hjá landsliðinu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Krzyzewski verđur međ landsliđiđ á ÓL í Ríó
Fara efst