Handbolti

Króatar og Svartfellingar á heimaleið af EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúmensku stelpurnar fagna sigri í kvöld.
Rúmensku stelpurnar fagna sigri í kvöld. Vísir/AFP
Króatía og Svartfjallaland eru úr leik á Evrópumóti kvenna í handbolta eftir að bæði þessi lið töpuðu leikjum sínum í í kvöld en þá fór fram lokaumferð riðlakeppninnar.  

Sigrar Rúmena og Ungverja tryggðu þeim aftur á móti sæti í milliriðli en keppni í þeim hefst strax um helgina.

Ungverjar, stigalausir fyrir leikinn, tryggðu sér sæti í milliriðli með sjö marka sigri á Svartfjallalandi, 21-14. Kinga Janurik, markvörður ungverska liðsins, varð 59 prósent skot sem komu á hana í kvöld eða 19 af 32.

Svartfjallaland vann Tékkland í 2. umferðinni og tapaði aðeins með einu marki á móti Dönum í fyrsta leik. Í kvöld brást sóknarleikurinn hinsvegar liðinu. Liðið skoraði 28 mörk í sigrinum á Tékkum en svo aðeins helmingi af því í næsta leik á eftir.

Leikurinn var hinsvegar mjög jafn eftir 23 mínútur þegar Ungverjar voru aðeins einu marki yfir. Ungverska liðið vann hinsvegar síðustu átta mínútur hálfleiksins 4-0 og var fyrir vikið með fimm marka forskot í hálfleik, 11-6.

Ungversku stelpurnar héldu öruggri forystu í seinni hálfleiknum og tryggði sér sinn frysta sigur á Evrópumótinu og um leið sæti í milliriðlinum.

Króatísku stelpurnar fengu ekkert stig í D-riðlinum þar sem þær höfðu tapað fyrir Rússlandi og Noregi en töpuðu síðan á móti Rúmeníu í kvöld 31-26. Rúmenía tryggði sér sæti í milliriðlinum með þessum sigri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×