Golf

Kristján Þór með vallarmet á Hlíðavelli

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Kristján Þór hefur átt frábært sumar
Kristján Þór hefur átt frábært sumar mynd/gsímyndir.net
Kristján Þór Einarsson hefur átt frábært sumar í golfinu hér heima og bætti einni rósinni til viðbótar í hnappagatið í gær þegar hann gerði sér lítið fyrir og setti vallarmet á Hlíðavelli hjá Golfklúbbnum Kili.

Það þótti umdeilt þegar Kristján Þór var ekki valinn í landsliðið fyrr í sumar og hefur hann heldur betur svarað því á golfvellinum.

Kristján Þór tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni á Hvaleyrinni, gamla heimavelli landsliðsþjálfarans Úlfars Jónssonar. Hann vann einnig einvígið á Nesinu og hefur tryggt sér sigurinn á Eimskipsmótaröðinni þegar eitt mót er enn eftir.

Það var svo í gær sem Kristján Þór var meðal þátttakenda á Opna Golfskálamótinu á heimavelli sínum, Hlíðavelli hjá GKJ. Kristján Þór lék á 63 höggum eða níu höggum undir pari sem er nýtt vallarmet á gulum teigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×