Krefjast þess að nafnið Harriet verði skráð í Þjóðskrá ingvar haraldsson skrifar 3. júlí 2014 14:08 Foreldrar Duncans og Harrietar Cardew hyggjast fá börn sín skráð réttum nöfnum í Þjóðskrá. vísir/daníel Kristín og Tristan Cardew, ætla að krefjast þess að yngri börn þeirra, verði nefnd Duncan og Harriet í Þjóðskrá en Þjóðskrá hefur fram til þess skráð börnin stúlka og drengur Cardew. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hjónanna, hyggst senda greinargerð til Innanríkisráðuneytisins vegna málsins. Ragnar segir brotið gegn jafnræðisreglu með því að heimila íslenskum ríkisborgurum af erlendum uppruna að bera erlend nöfn en ekki þeim sem fæddir eru á Íslandi. „Það eru ákvæði í lögum um að sumir íslenskir ríkisborgar fái að skráð nöfn sem ekki séu í samræmi við íslenskar nafnahefðir og beygist ekki eins og íslensk nöfn. Þá ertu kominn með tvo hópa í þjóðfélaginu sem hafa mismunandi réttarstöðu.“Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hjónanna.Harriet Cardew var neitað um vegabréf af íslenskum stjórnvöldum því mannanafnanefnd hafnaði nafninu. Ragnar segir það brot á meðalhófsreglu: „Ég tel að íslensk stjórnvöld geti ekki svipt íslenska ríkisborgara ferðafrelsi út af ágreiningi um hvort og hvernig eigi að skrá nöfn í Þjóðskrá. Það er hægt að ná markmiðum nafnalaga með öðrum hætti en þessum.“ Ragnar bætir við: „Það þarf að skilja það að nöfn eru mikilvægur þáttur í sjálfsmynd hvers einstaklings og eru varin af stjórnarskrá og mannréttindasáttmálum sem við erum aðilar að með réttinum til friðhelgi einkalífs. Þess vegna þarf að stíga mjög varlega til jarðar. Hinsvegar geta menningarleg og málfarsleg og menningarleg sjónarmið geta skipt máli, en það þarf að gæta jafnræðis.“Hæpið að banna Íslendingum að heita erlendum nöfn Lögfræðingurinn Guðjón Ingi Guðjónsson telur það verulega hæpið að það standist alþjóðasamninga að neita íslenskum ríkisborgurum um að heita erlendum nöfnum. „Íslendingar eru þjóðréttalega skuldbundnir til að vernda réttinn til menningarlegrar sjálfsmyndar sem kemur fram í a lið, fyrstu málsgrein 15. greinar mannréttindasamningi Sameinuðu Þjóðanna sem Íslendingar eru aðilar að. Undir það fellur meðal annars að aðildarríkjum beri skylda til að taka mannanöfn þjóðernishópa gild í opinberri skráningu.“ Guðjón bætir við: „Í þessu ljósi er mjög vafasamt að gera kröfu um að nafnagift fylgi hefðum ákveðinnar þjóðar eða menningarhóps.“ Tengdar fréttir Vegabréf voru gefin út án lagaheimildar Gefin voru út vegabréf af Þjóðskrá andstætt gildandi lögum. Árið 2010 var farið yfir verkferla varðandi útgáfu persónuskilríkja og vegabréfa og kom í ljós að einstaklingar höfðu fengið vegabréf án þess að lagaheimild væri fyrir útgáfunni. 26. júní 2014 09:43 Foreldrar Harrietar búnir að kæra úrskurð Þjóðskrár Foreldrar hinnar 10 ára gömlu Harriet segja Þjóðskrá ekki geta neitað dóttur þeirra um vegabréf. 26. júní 2014 10:00 Mál Harrietar komið í heimsfréttirnar The Guardian birti grein um mál Harrietar Cardew og íslensk mannanafnalög. 26. júní 2014 16:34 Harriet fær breskt neyðarvegabréf Harriet Cardew, stúlkan sem Þjóðskrá neitar um íslenskt vegabréf, fær neyðarvegabréf frá Bretlandi svo fjölskyldan geti ferðast til Frakklands. 26. júní 2014 12:59 10 ára stúlku neitað um vegabréf af Þjóðskrá Harriet Cardew var neitað um vegabréf af Þjóðskrá því mannanafnanefnd samþykkir ekki nafnið. 25. júní 2014 07:00 Úrelt nafnalög Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi? 27. júní 2014 06:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Kristín og Tristan Cardew, ætla að krefjast þess að yngri börn þeirra, verði nefnd Duncan og Harriet í Þjóðskrá en Þjóðskrá hefur fram til þess skráð börnin stúlka og drengur Cardew. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hjónanna, hyggst senda greinargerð til Innanríkisráðuneytisins vegna málsins. Ragnar segir brotið gegn jafnræðisreglu með því að heimila íslenskum ríkisborgurum af erlendum uppruna að bera erlend nöfn en ekki þeim sem fæddir eru á Íslandi. „Það eru ákvæði í lögum um að sumir íslenskir ríkisborgar fái að skráð nöfn sem ekki séu í samræmi við íslenskar nafnahefðir og beygist ekki eins og íslensk nöfn. Þá ertu kominn með tvo hópa í þjóðfélaginu sem hafa mismunandi réttarstöðu.“Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hjónanna.Harriet Cardew var neitað um vegabréf af íslenskum stjórnvöldum því mannanafnanefnd hafnaði nafninu. Ragnar segir það brot á meðalhófsreglu: „Ég tel að íslensk stjórnvöld geti ekki svipt íslenska ríkisborgara ferðafrelsi út af ágreiningi um hvort og hvernig eigi að skrá nöfn í Þjóðskrá. Það er hægt að ná markmiðum nafnalaga með öðrum hætti en þessum.“ Ragnar bætir við: „Það þarf að skilja það að nöfn eru mikilvægur þáttur í sjálfsmynd hvers einstaklings og eru varin af stjórnarskrá og mannréttindasáttmálum sem við erum aðilar að með réttinum til friðhelgi einkalífs. Þess vegna þarf að stíga mjög varlega til jarðar. Hinsvegar geta menningarleg og málfarsleg og menningarleg sjónarmið geta skipt máli, en það þarf að gæta jafnræðis.“Hæpið að banna Íslendingum að heita erlendum nöfn Lögfræðingurinn Guðjón Ingi Guðjónsson telur það verulega hæpið að það standist alþjóðasamninga að neita íslenskum ríkisborgurum um að heita erlendum nöfnum. „Íslendingar eru þjóðréttalega skuldbundnir til að vernda réttinn til menningarlegrar sjálfsmyndar sem kemur fram í a lið, fyrstu málsgrein 15. greinar mannréttindasamningi Sameinuðu Þjóðanna sem Íslendingar eru aðilar að. Undir það fellur meðal annars að aðildarríkjum beri skylda til að taka mannanöfn þjóðernishópa gild í opinberri skráningu.“ Guðjón bætir við: „Í þessu ljósi er mjög vafasamt að gera kröfu um að nafnagift fylgi hefðum ákveðinnar þjóðar eða menningarhóps.“
Tengdar fréttir Vegabréf voru gefin út án lagaheimildar Gefin voru út vegabréf af Þjóðskrá andstætt gildandi lögum. Árið 2010 var farið yfir verkferla varðandi útgáfu persónuskilríkja og vegabréfa og kom í ljós að einstaklingar höfðu fengið vegabréf án þess að lagaheimild væri fyrir útgáfunni. 26. júní 2014 09:43 Foreldrar Harrietar búnir að kæra úrskurð Þjóðskrár Foreldrar hinnar 10 ára gömlu Harriet segja Þjóðskrá ekki geta neitað dóttur þeirra um vegabréf. 26. júní 2014 10:00 Mál Harrietar komið í heimsfréttirnar The Guardian birti grein um mál Harrietar Cardew og íslensk mannanafnalög. 26. júní 2014 16:34 Harriet fær breskt neyðarvegabréf Harriet Cardew, stúlkan sem Þjóðskrá neitar um íslenskt vegabréf, fær neyðarvegabréf frá Bretlandi svo fjölskyldan geti ferðast til Frakklands. 26. júní 2014 12:59 10 ára stúlku neitað um vegabréf af Þjóðskrá Harriet Cardew var neitað um vegabréf af Þjóðskrá því mannanafnanefnd samþykkir ekki nafnið. 25. júní 2014 07:00 Úrelt nafnalög Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi? 27. júní 2014 06:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Vegabréf voru gefin út án lagaheimildar Gefin voru út vegabréf af Þjóðskrá andstætt gildandi lögum. Árið 2010 var farið yfir verkferla varðandi útgáfu persónuskilríkja og vegabréfa og kom í ljós að einstaklingar höfðu fengið vegabréf án þess að lagaheimild væri fyrir útgáfunni. 26. júní 2014 09:43
Foreldrar Harrietar búnir að kæra úrskurð Þjóðskrár Foreldrar hinnar 10 ára gömlu Harriet segja Þjóðskrá ekki geta neitað dóttur þeirra um vegabréf. 26. júní 2014 10:00
Mál Harrietar komið í heimsfréttirnar The Guardian birti grein um mál Harrietar Cardew og íslensk mannanafnalög. 26. júní 2014 16:34
Harriet fær breskt neyðarvegabréf Harriet Cardew, stúlkan sem Þjóðskrá neitar um íslenskt vegabréf, fær neyðarvegabréf frá Bretlandi svo fjölskyldan geti ferðast til Frakklands. 26. júní 2014 12:59
10 ára stúlku neitað um vegabréf af Þjóðskrá Harriet Cardew var neitað um vegabréf af Þjóðskrá því mannanafnanefnd samþykkir ekki nafnið. 25. júní 2014 07:00
Úrelt nafnalög Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi? 27. júní 2014 06:00