Krefjast þess að nafnið Harriet verði skráð í Þjóðskrá ingvar haraldsson skrifar 3. júlí 2014 14:08 Foreldrar Duncans og Harrietar Cardew hyggjast fá börn sín skráð réttum nöfnum í Þjóðskrá. vísir/daníel Kristín og Tristan Cardew, ætla að krefjast þess að yngri börn þeirra, verði nefnd Duncan og Harriet í Þjóðskrá en Þjóðskrá hefur fram til þess skráð börnin stúlka og drengur Cardew. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hjónanna, hyggst senda greinargerð til Innanríkisráðuneytisins vegna málsins. Ragnar segir brotið gegn jafnræðisreglu með því að heimila íslenskum ríkisborgurum af erlendum uppruna að bera erlend nöfn en ekki þeim sem fæddir eru á Íslandi. „Það eru ákvæði í lögum um að sumir íslenskir ríkisborgar fái að skráð nöfn sem ekki séu í samræmi við íslenskar nafnahefðir og beygist ekki eins og íslensk nöfn. Þá ertu kominn með tvo hópa í þjóðfélaginu sem hafa mismunandi réttarstöðu.“Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hjónanna.Harriet Cardew var neitað um vegabréf af íslenskum stjórnvöldum því mannanafnanefnd hafnaði nafninu. Ragnar segir það brot á meðalhófsreglu: „Ég tel að íslensk stjórnvöld geti ekki svipt íslenska ríkisborgara ferðafrelsi út af ágreiningi um hvort og hvernig eigi að skrá nöfn í Þjóðskrá. Það er hægt að ná markmiðum nafnalaga með öðrum hætti en þessum.“ Ragnar bætir við: „Það þarf að skilja það að nöfn eru mikilvægur þáttur í sjálfsmynd hvers einstaklings og eru varin af stjórnarskrá og mannréttindasáttmálum sem við erum aðilar að með réttinum til friðhelgi einkalífs. Þess vegna þarf að stíga mjög varlega til jarðar. Hinsvegar geta menningarleg og málfarsleg og menningarleg sjónarmið geta skipt máli, en það þarf að gæta jafnræðis.“Hæpið að banna Íslendingum að heita erlendum nöfn Lögfræðingurinn Guðjón Ingi Guðjónsson telur það verulega hæpið að það standist alþjóðasamninga að neita íslenskum ríkisborgurum um að heita erlendum nöfnum. „Íslendingar eru þjóðréttalega skuldbundnir til að vernda réttinn til menningarlegrar sjálfsmyndar sem kemur fram í a lið, fyrstu málsgrein 15. greinar mannréttindasamningi Sameinuðu Þjóðanna sem Íslendingar eru aðilar að. Undir það fellur meðal annars að aðildarríkjum beri skylda til að taka mannanöfn þjóðernishópa gild í opinberri skráningu.“ Guðjón bætir við: „Í þessu ljósi er mjög vafasamt að gera kröfu um að nafnagift fylgi hefðum ákveðinnar þjóðar eða menningarhóps.“ Tengdar fréttir Vegabréf voru gefin út án lagaheimildar Gefin voru út vegabréf af Þjóðskrá andstætt gildandi lögum. Árið 2010 var farið yfir verkferla varðandi útgáfu persónuskilríkja og vegabréfa og kom í ljós að einstaklingar höfðu fengið vegabréf án þess að lagaheimild væri fyrir útgáfunni. 26. júní 2014 09:43 Foreldrar Harrietar búnir að kæra úrskurð Þjóðskrár Foreldrar hinnar 10 ára gömlu Harriet segja Þjóðskrá ekki geta neitað dóttur þeirra um vegabréf. 26. júní 2014 10:00 Mál Harrietar komið í heimsfréttirnar The Guardian birti grein um mál Harrietar Cardew og íslensk mannanafnalög. 26. júní 2014 16:34 Harriet fær breskt neyðarvegabréf Harriet Cardew, stúlkan sem Þjóðskrá neitar um íslenskt vegabréf, fær neyðarvegabréf frá Bretlandi svo fjölskyldan geti ferðast til Frakklands. 26. júní 2014 12:59 10 ára stúlku neitað um vegabréf af Þjóðskrá Harriet Cardew var neitað um vegabréf af Þjóðskrá því mannanafnanefnd samþykkir ekki nafnið. 25. júní 2014 07:00 Úrelt nafnalög Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi? 27. júní 2014 06:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Kristín og Tristan Cardew, ætla að krefjast þess að yngri börn þeirra, verði nefnd Duncan og Harriet í Þjóðskrá en Þjóðskrá hefur fram til þess skráð börnin stúlka og drengur Cardew. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hjónanna, hyggst senda greinargerð til Innanríkisráðuneytisins vegna málsins. Ragnar segir brotið gegn jafnræðisreglu með því að heimila íslenskum ríkisborgurum af erlendum uppruna að bera erlend nöfn en ekki þeim sem fæddir eru á Íslandi. „Það eru ákvæði í lögum um að sumir íslenskir ríkisborgar fái að skráð nöfn sem ekki séu í samræmi við íslenskar nafnahefðir og beygist ekki eins og íslensk nöfn. Þá ertu kominn með tvo hópa í þjóðfélaginu sem hafa mismunandi réttarstöðu.“Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hjónanna.Harriet Cardew var neitað um vegabréf af íslenskum stjórnvöldum því mannanafnanefnd hafnaði nafninu. Ragnar segir það brot á meðalhófsreglu: „Ég tel að íslensk stjórnvöld geti ekki svipt íslenska ríkisborgara ferðafrelsi út af ágreiningi um hvort og hvernig eigi að skrá nöfn í Þjóðskrá. Það er hægt að ná markmiðum nafnalaga með öðrum hætti en þessum.“ Ragnar bætir við: „Það þarf að skilja það að nöfn eru mikilvægur þáttur í sjálfsmynd hvers einstaklings og eru varin af stjórnarskrá og mannréttindasáttmálum sem við erum aðilar að með réttinum til friðhelgi einkalífs. Þess vegna þarf að stíga mjög varlega til jarðar. Hinsvegar geta menningarleg og málfarsleg og menningarleg sjónarmið geta skipt máli, en það þarf að gæta jafnræðis.“Hæpið að banna Íslendingum að heita erlendum nöfn Lögfræðingurinn Guðjón Ingi Guðjónsson telur það verulega hæpið að það standist alþjóðasamninga að neita íslenskum ríkisborgurum um að heita erlendum nöfnum. „Íslendingar eru þjóðréttalega skuldbundnir til að vernda réttinn til menningarlegrar sjálfsmyndar sem kemur fram í a lið, fyrstu málsgrein 15. greinar mannréttindasamningi Sameinuðu Þjóðanna sem Íslendingar eru aðilar að. Undir það fellur meðal annars að aðildarríkjum beri skylda til að taka mannanöfn þjóðernishópa gild í opinberri skráningu.“ Guðjón bætir við: „Í þessu ljósi er mjög vafasamt að gera kröfu um að nafnagift fylgi hefðum ákveðinnar þjóðar eða menningarhóps.“
Tengdar fréttir Vegabréf voru gefin út án lagaheimildar Gefin voru út vegabréf af Þjóðskrá andstætt gildandi lögum. Árið 2010 var farið yfir verkferla varðandi útgáfu persónuskilríkja og vegabréfa og kom í ljós að einstaklingar höfðu fengið vegabréf án þess að lagaheimild væri fyrir útgáfunni. 26. júní 2014 09:43 Foreldrar Harrietar búnir að kæra úrskurð Þjóðskrár Foreldrar hinnar 10 ára gömlu Harriet segja Þjóðskrá ekki geta neitað dóttur þeirra um vegabréf. 26. júní 2014 10:00 Mál Harrietar komið í heimsfréttirnar The Guardian birti grein um mál Harrietar Cardew og íslensk mannanafnalög. 26. júní 2014 16:34 Harriet fær breskt neyðarvegabréf Harriet Cardew, stúlkan sem Þjóðskrá neitar um íslenskt vegabréf, fær neyðarvegabréf frá Bretlandi svo fjölskyldan geti ferðast til Frakklands. 26. júní 2014 12:59 10 ára stúlku neitað um vegabréf af Þjóðskrá Harriet Cardew var neitað um vegabréf af Þjóðskrá því mannanafnanefnd samþykkir ekki nafnið. 25. júní 2014 07:00 Úrelt nafnalög Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi? 27. júní 2014 06:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Vegabréf voru gefin út án lagaheimildar Gefin voru út vegabréf af Þjóðskrá andstætt gildandi lögum. Árið 2010 var farið yfir verkferla varðandi útgáfu persónuskilríkja og vegabréfa og kom í ljós að einstaklingar höfðu fengið vegabréf án þess að lagaheimild væri fyrir útgáfunni. 26. júní 2014 09:43
Foreldrar Harrietar búnir að kæra úrskurð Þjóðskrár Foreldrar hinnar 10 ára gömlu Harriet segja Þjóðskrá ekki geta neitað dóttur þeirra um vegabréf. 26. júní 2014 10:00
Mál Harrietar komið í heimsfréttirnar The Guardian birti grein um mál Harrietar Cardew og íslensk mannanafnalög. 26. júní 2014 16:34
Harriet fær breskt neyðarvegabréf Harriet Cardew, stúlkan sem Þjóðskrá neitar um íslenskt vegabréf, fær neyðarvegabréf frá Bretlandi svo fjölskyldan geti ferðast til Frakklands. 26. júní 2014 12:59
10 ára stúlku neitað um vegabréf af Þjóðskrá Harriet Cardew var neitað um vegabréf af Þjóðskrá því mannanafnanefnd samþykkir ekki nafnið. 25. júní 2014 07:00
Úrelt nafnalög Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi? 27. júní 2014 06:00