Enski boltinn

Kraftaverkamaðurinn Coleman orðaður við Hull

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Coleman hefur gert frábæra hluti með velska landsliðið.
Coleman hefur gert frábæra hluti með velska landsliðið. vísir/epa
Chris Coleman, þjálfari velska landsliðsins, er einn þeirra sem koma til greina sem næsti knattspyrnustjóri Hull City.

Coleman hefur gert frábæra hluti með Wales og kom liðinu alla leið í undanúrslit á EM í Frakklandi.

Hull er í stjóraleit eftir að Steve Bruce sagði upp störfum á dögunum og stjórnendur félagsins renna hýru auga til Colemans sem á tvö ár eftir af samningi sínum við velska knattspyrnusambandið.

Roberto Martínez, fyrrverandi stjóri Everton, hefur einnig verið orðaður við stjórastöðuna hjá Hull sem og Bob Bradley, fyrrum landsliðsþjálfari Bandaríkjanna.

Coleman hefur reynslu úr ensku úrvalsdeildinni en hann stýrði Fulham á árunum 2003-07.


Tengdar fréttir

Martínez líklegur til að taka við Hull

Roberto Martínez er efstur á lista forráðamanna Hull City yfir mögulega arftaka Steve Bruce sem sagði upp störfum sem knattspyrnustjóri liðsins á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×