Viðskipti innlent

Krafa um aukna heimild til verktöku lögð til hliðar

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. Vísir/Vilhelm
Forgangskrafa stjórnenda álversins í Straumsvík um aukna heimild til verktöku verður lögð til hliðar á meðan launakjör starfsmanna verða rædd. Þetta var ákveðið á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag.  Annar fundur er boðaður á morgun.  

Allt kapp er lagt á að forða verkfalli sem boðað er 1.september en stjórnendur álversins hafa skýrt frá því að verkfall jafngildi lokun álversins.

Á fundinum skýrði samninganefnd starfsmanna frá sinni framtíðarsýn og ítrekuðu andstöðu sína við að auka við heimildir til verktöku. Niðurstaðan var sú að forgangskrafa Rio Tinto Alcan um að auka við heimildir til verktöku verður lögð til hliðar á meðan samninganefndir fara yfir launaliði.

Starfsmenn álversins segja yfirvinnubann sem hófst fyrsta ágúst leiða í ljós hversu  mikið hefur verið skorið niður í rekstri. Fækkað hefur verið um fimmtíu stöðugildi á samningstímanum og með auknum heimildum til verktöku gætu um og yfir áttatíu störf verið í húfi að mati starfsmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×