Kræklingabændur kafna í eftirlitsgjöldum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. apríl 2012 19:30 Eftirlits- og leyfisveitingakerfi, sem stjórnvöld eru að setja upp í kringum kræklingarækt, stefnir í að kæfa greinina í fæðingu. Uppskeruleyfi eitt og sér gæti kostað allt að 280 þúsund krónur á viku sem hjá flestum er meira en verðmæti uppskerunnar. Bóndinn á Gróustöðum við Gilsfjörð, Bergsveinn Reynisson, er einn þeirra sem fóru af stað og hann er nú orðinn formaður Skelræktar, hagsmunasamtaka kræklingaræktenda. Þetta virtist í fyrstu vera einfalt mál. Bara leggja kaðla í sjó og bíða svo eftir því að kræklingar festi sig á böndin og vaxi. Nei, hann þurfti starfsleyfi frá Umhverfisstofnun, 100.000 krónur þar, og sú stofnun heimtar líka eftirlitsgjald, 127 þúsund krónur, annað hvert ár, og krefst þess að bóndinn færi skýrslur um ellefu rekstrarþætti, færi grænt bókhald, geri áhættumat, vinni viðbragðsáætlun og láti svo rannsaka sjávarbotninn undir köðlunum á 5 ára fresti hið minnsta. Hann þarf líka leyfi frá Matvælastofnun, fyrst tilraunaleyfi að hámarki til 3 ára. Hjá bóndanum hefst nú ennþá meiri skriffinnska því krafist er fylgigagna um eignaraðild, fagþekkingu, stærð og umfang starfsemi, tegundir, starfsleyfi Umhverfisstofnunar, leyfi landeiganda, og loks yfirlýsingar bygginga- eða skipulagsfulltrúa. Matvælastofnun þarf svo umsagnir; frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslu, Orkustofnun, Siglingastofnun, Umhverfisstofnun og viðkomandi sveitarstjórn, þannig að í öllum þessum stofnunum hefst nú vinna við að búa til álitsgerðir um kræklingaeldi bóndans. Samkvæmt nýjum lögum um skeldýrarækt á hann að standa straum af kostnaðarþáttum við eftirlitið og leyfin, þar á meðal af launum starfsfólks og kostnaði vegna aðstöðu, áhalda, búnaðar, þjálfunar og ferðalaga og bóndinn þarf líka að kosta rannsóknir og sýnatöku. Gjaldskrárnar eru ekki tilbúnar hjá Matvælastofnun og því ekki vitað hvað allt þetta muni kosta kræklingabóndann. Næst þarf heilnæmiskönnun og áætlar Matvælastofnun að hún kosti bóndann 250 til 500 þúsund krónur, og hann þarf sjálfur að senda í hverjum mánuði sýni af bæði sjó og skel í heilt ár. Ef allt reynist í lagi getur hann næst sótt um ræktunarleyfi og þá byrjar allt pappírsferlið upp á nýtt. Bóndinn þarf aftur að búa til fylgigögn og svo þarf nýjar umsagnir; frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslu, Orkustofnun, Siglingastofnun, Umhverfisstofnun og sveitarfélaginu, þannig að fjöldi opinberra starfsmanna fær þarna ennþá meiri vinnu við að skrifa álitsgerðir um kræklingaeldi bóndans, sem á svo að borga kostnaðinn í formi leyfisgjalds. En skyldi hann nú loksins geta farið að huga að uppskerunni? Ó nei, - næst þarf hann uppskeruheimild og stefnir í að hún verði dýr vegna eiturefnaprófana sem Matvælastofnun krefst af ótta við þörungaeitrun. Bergsveinn bóndi áætlar að uppskeruheimildin muni kosta 280 þúsund krónur, fyrir fyrstu vikuna, og síðan 140 þúsund krónur á tveggja vikna fresti meðan á uppskerutíma stendur og hjá Matvælastofnun útiloka menn ekki að svo hár geti reikningurinn orðið. Það segir Bergsveinn meira en flestir geti vænst þess að fá fyrir uppskeruna fyrstu árin. Og þá á hann eftir að fá vinnsluleyfi, sem er svo flókið að Matvælastofnun býður upp á leiðbeiningabækling um umsóknarferlið. Skemmst er frá því að segja að eftir að nýju lögin tóku gildi í fyrrasumar hefur enginn nýr aðili bæst við í kræklingarækt á Íslandi. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Eftirlits- og leyfisveitingakerfi, sem stjórnvöld eru að setja upp í kringum kræklingarækt, stefnir í að kæfa greinina í fæðingu. Uppskeruleyfi eitt og sér gæti kostað allt að 280 þúsund krónur á viku sem hjá flestum er meira en verðmæti uppskerunnar. Bóndinn á Gróustöðum við Gilsfjörð, Bergsveinn Reynisson, er einn þeirra sem fóru af stað og hann er nú orðinn formaður Skelræktar, hagsmunasamtaka kræklingaræktenda. Þetta virtist í fyrstu vera einfalt mál. Bara leggja kaðla í sjó og bíða svo eftir því að kræklingar festi sig á böndin og vaxi. Nei, hann þurfti starfsleyfi frá Umhverfisstofnun, 100.000 krónur þar, og sú stofnun heimtar líka eftirlitsgjald, 127 þúsund krónur, annað hvert ár, og krefst þess að bóndinn færi skýrslur um ellefu rekstrarþætti, færi grænt bókhald, geri áhættumat, vinni viðbragðsáætlun og láti svo rannsaka sjávarbotninn undir köðlunum á 5 ára fresti hið minnsta. Hann þarf líka leyfi frá Matvælastofnun, fyrst tilraunaleyfi að hámarki til 3 ára. Hjá bóndanum hefst nú ennþá meiri skriffinnska því krafist er fylgigagna um eignaraðild, fagþekkingu, stærð og umfang starfsemi, tegundir, starfsleyfi Umhverfisstofnunar, leyfi landeiganda, og loks yfirlýsingar bygginga- eða skipulagsfulltrúa. Matvælastofnun þarf svo umsagnir; frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslu, Orkustofnun, Siglingastofnun, Umhverfisstofnun og viðkomandi sveitarstjórn, þannig að í öllum þessum stofnunum hefst nú vinna við að búa til álitsgerðir um kræklingaeldi bóndans. Samkvæmt nýjum lögum um skeldýrarækt á hann að standa straum af kostnaðarþáttum við eftirlitið og leyfin, þar á meðal af launum starfsfólks og kostnaði vegna aðstöðu, áhalda, búnaðar, þjálfunar og ferðalaga og bóndinn þarf líka að kosta rannsóknir og sýnatöku. Gjaldskrárnar eru ekki tilbúnar hjá Matvælastofnun og því ekki vitað hvað allt þetta muni kosta kræklingabóndann. Næst þarf heilnæmiskönnun og áætlar Matvælastofnun að hún kosti bóndann 250 til 500 þúsund krónur, og hann þarf sjálfur að senda í hverjum mánuði sýni af bæði sjó og skel í heilt ár. Ef allt reynist í lagi getur hann næst sótt um ræktunarleyfi og þá byrjar allt pappírsferlið upp á nýtt. Bóndinn þarf aftur að búa til fylgigögn og svo þarf nýjar umsagnir; frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslu, Orkustofnun, Siglingastofnun, Umhverfisstofnun og sveitarfélaginu, þannig að fjöldi opinberra starfsmanna fær þarna ennþá meiri vinnu við að skrifa álitsgerðir um kræklingaeldi bóndans, sem á svo að borga kostnaðinn í formi leyfisgjalds. En skyldi hann nú loksins geta farið að huga að uppskerunni? Ó nei, - næst þarf hann uppskeruheimild og stefnir í að hún verði dýr vegna eiturefnaprófana sem Matvælastofnun krefst af ótta við þörungaeitrun. Bergsveinn bóndi áætlar að uppskeruheimildin muni kosta 280 þúsund krónur, fyrir fyrstu vikuna, og síðan 140 þúsund krónur á tveggja vikna fresti meðan á uppskerutíma stendur og hjá Matvælastofnun útiloka menn ekki að svo hár geti reikningurinn orðið. Það segir Bergsveinn meira en flestir geti vænst þess að fá fyrir uppskeruna fyrstu árin. Og þá á hann eftir að fá vinnsluleyfi, sem er svo flókið að Matvælastofnun býður upp á leiðbeiningabækling um umsóknarferlið. Skemmst er frá því að segja að eftir að nýju lögin tóku gildi í fyrrasumar hefur enginn nýr aðili bæst við í kræklingarækt á Íslandi.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira