Golf

Köttur stal sviðsljósinu á lokaholunni

Elías Orri Njarðarson skrifar
Axel Bóasson fylgist með kettinum skottast yfir brautina
Axel Bóasson fylgist með kettinum skottast yfir brautina visir/andri marinó
Það kom upp skemmtilegt atvik á Íslandsmótinu í höggleik sem fór fram á Hvaleyrarvelli í Hafnafirði í dag.

Þegar að loka ráshópur karla var mættur á 18. holu kom upp skondið atvik, þar sem að köttur á vappi var forvitinn um stöðu mála á vellinum.

Axel Bóasson stóð uppi sem sigurvegari í karlaflokki á Íslandsmótinu í höggleik í annað sinn á ferlinum eftir að hafa farið í bráðabana við Harald Franklín Magnús. Valdís Þóra sigraði kvennaflokkinn og tryggði sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil á ferlinum með tveggja högga forystu á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur.

Kötturinn fylgdist með af teig og lét vel um sig fara á vellinum sjálfum en Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis, náði mynd af þessari skemmtilegu uppákomu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×