Erlent

Köttur fannst lifandi eftir að hafa verið í klukkustund í sokknum bát

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þessi köttur tengist fréttinni ekki að öðru leiti en því að vera af sömu dýrategund og umfjöllunarefni hennar.
Þessi köttur tengist fréttinni ekki að öðru leiti en því að vera af sömu dýrategund og umfjöllunarefni hennar. vísir/getty
Enginn veit hvað kötturinn River var að gera í bát á Havasu vatni í Colorado ríki í Bandaríkjunum um helgina en eins og alkunna er þá eru þeir fáir kettirnir sem kunna vel við sig nálægt vatni. Sannleikurinn er sá að River hafði ekki nafn þar til um helgina er honum var bjargað úr báti sem sökk.

Bátnum var siglt út á vatnið fylltist af vatni í miklum öldugangi og sökk til botns. Var björgunarlið kallað út til að ná bátnum á flot á nýjan leik og tókst það eftir um klukkustund. Þá kom River í ljós og hafði hann lifað allan þennan tíma í kafi.

„Kötturinn var svangur, blautur og hræddur,“ segir John Zucalla sem fann köttinn. „Ég hef aðstoðað báta í fimmtán ár og þetta er í fyrsta skipti sem lifandi dýr kemur úr bát eftir að hann hefur sokkið. Ég skil hreinlega ekki hvernig hann drukknaði ekki á þessari klukkustund.“

Eigandi bátsins átti köttinn ekki og enginn vill kannast við hann. Hann hefur hafst við í dýraathvarfi eftir björgunina og bíður þess að fá eiganda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×