Erlent

Kosið verður milli May og Leadson

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Theresa May þykir nú líklegust til að verða leiðtogi breska Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May þykir nú líklegust til að verða leiðtogi breska Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra Bretlands. vísir/epa
Bretland Annaðhvort Theresa May eða Andrea Leadson verður leiðtogi breska Íhaldsflokksins eftir að David Cameron hættir í haust.

Flokksfélagar kjósa á milli kvennanna tveggja og verður skýrt frá niðurstöðu kosningarinnar á landsþingi flokksins í haust.

Michael Gove féll út í seinni umferð leiðtogakjörs meðal þingmanna flokksins, sem fram fór í gær. Hann hafði boðið sig fram gegn félaga sínum, Boris Johnson, sem í kjölfarið hætti við framboð.

May fékk atkvæði 199 þingmanna og þykir líklegri til sigurs en Leadson, sem fékk 84 atkvæði.

Cameron boðaði afsögn sína eftir að Bretar höfðu samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðasta mánuði að segja sig úr Evrópusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×