Handbolti

Kóreskir dómarar í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Seok Lee með flautuna.
Seok Lee með flautuna. vísir/epa
Það verður dómarapar frá Suður-Kóreu sem dæmir leik Íslands og Slóveníu á HM í Frakklandi í dag.

Þeir heita Bon-Ok Koo og Seok Lee. Þeir dæmdu líka í fyrstu umferðinni í Metz og stóðu sig nokkuð vel. Við skulum vona að þeir verði upp á sitt besta í dag.

Leikur Íslands og Slóveníu í dag er fyrsti leikur dagsins og verður gaman að sjá hversu margir áhorfendur láta sjá sig.

Það var fullt á leik Íslands og Spánar en mun færri á hinum leikjum dagsins. Húsið tekur um 5.400 manns í sæti.

Leikurinn hefst klukkan 13.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

HM í dag: Slóvenar eru sleipir

Það er leikdagur hjá Íslandi á HM í Frakklandi og það þýðir líka að HM í dag er á dagskrá á Vísi.

Slóvenskur blaðamaður: Á von á mikilli baráttu

Íslendingar hafa mætt Slóvenum 18 sinnum, unnið 9 leiki, gert 4 jafntefli en 5 sinnum hafa Slóvenar hrósað sigri. Síðast mættust liðin í Árósum í Danmörku fyrir tveimur árum og þá varð jafntefli, 32-32, niðurstaðan. Tomaz Kousca er sjónvarpsmaður RTV stöðvarinnar í Slóveníu. Hverju má búast við af slóvenska liðinu á morgun?

Ég er á góðum stað í lífinu

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segist vera ofsalega glaður að vera með landsliðinu á HM. Tuttugasta stórmótið hjá honum og miðað við formið á fyrirliðanum eiga mótin klárlega eftir að verða fleiri.

Bjarki Már tekinn inn í hópinn

Leikmannahópur Íslands á HM í Frakklandi er fullmannaður eftir að Geir Sveinsson landsliðsþjálfari ákvað að taka Bjarka Má Gunnarsson inn sem sextánda mann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×