Viðskipti innlent

Kópavogsbær rekinn með 128 milljóna tapi

ingvar haraldsson skrifar
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar. vísir/anton
Kópavogsbær var rekinn með 128 milljóna króna tapi á fyrri hluta ársins. Það er 9 milljónum króna lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir á rekstaráætlun.

Skýringingin er einkum sögð vera lægri skatttekjur en áætlað hafði verið, líkt og hjá öðrum sveitarfélögum.

„Miðað við árferði þá erum við nokkuð sátt. Launaáætlun gengur eftir í stórum dráttum og þá höfum við nú rétt eins og undanfarin ár lagt áherslu á aðhald í rekstri. Hins vegar þá óttast ég bakreikninga vegna nýrra kjarasamninga, breytinga á starfsmati og endurreiknaðra lífeyrisskuldbindinga sem munu hafa áhrif á niðurstöðu ársreiknings Kópavogsbæjar,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar.

Þá varð tap á A-hluta Kópavogs, sem fjármagnaður er með skattekjum var 361 milljón króna.

Samanlagaðr tekjur bæði A og B hluta námu 11,6 milljörðum króna en rekstargjöld 9,8 milljörðum króna. Þar af voru námu laun og launatengd gjöld 6 milljörðum króna og hækkuðu um 750 milljónir króna milli ára. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×