Konur gerendur heimilisofbeldis til jafns við karla Jóhannes Stefánsson skrifar 31. maí 2013 19:46 Erlend samanburðarrannsókn bendir á að konur séu jafn líklegar og karlar til að beita ofbeldi inni á heimilum. Mynd/ GETTY Konur eru ekki síður gerendur heimilisofbeldis en karlar, ef marka má nýja samanburðarrannsókn sem birtist í fagtímaritinu Partner Abuse. Þetta þykir rannsakendunum stangast á við staðlaðar hugmyndir um gerendur heimilisofbeldis. Um er að ræða eina ítarlegustu samanburðarrannsókn sem gerð hefur verið á heimilisofbeldi, en rannsóknin leiðir í ljós að konur beita líkamlegu of andlegu ofbeldi til jafns við karlmenn. Þá sýnir rannsóknin að konur eru ekki síður stjórnlyndar en menn í heimilisaðstæðum. Samanburðarrannsóknin var framkvæmd af 42 fræðimönnum við 20 háskóla og tók til 1.700 rannsókna á 17 fræðisviðum. Rannsóknin tók tæp þrjú ár í framkvæmd. John Hamel, ritstjóri fagtímaritsins Partner Abuse, stýrði rannsókninni. „Rannsóknir í málaflokknum hafa orðið óþarflega pólitískar og brotakenndar seinustu ár," sagði Hamel. „Tilgangur rannsóknarinnar var að leiða saman á staðreyndabyggðan, gagnsæjan og kerfisbundinn hátt upplýsingar og þekkingu um ofbeldi í samböndum, en upplýsingarnar þurftu líka að vera áreiðanlegar, nýlegar og aðgengilegar öllum. PASK [The Partner Abuse State of Knowledge project, innsk. blm.] er byggt á þeirri grunnhugsun að allir eigi rétt á sinni skoðun, en ekki sínum eigin staðreyndum. Þessar staðreyndir eiga að vera aðgengilegar öllum og pólitíska stefnu í málaflokknum þarf að byggja á þessum staðreyndum en ekki á hugmyndafræði eða sérhagsmunum." Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að konur og karlar beita ofbeldi til jafns við hvort annað hvort sem það er líkamlegt, eða andlegt, utan þess að karlar eru líklegri til að beita kynferðislegum þvingunum en konur. Þá kom í ljóst að heimilisofbeldi er að jafnaði á báða bóga og konur jafn líklegar og karlar til að vera stjórnlyndar. Til viðbótar leiddi rannsóknin í ljós að heimilisofbeldi í garð beggja kynja tengdist sömu áhættuþáttum og að sömu hvatar voru að baki ofbeldinu sama hvors kyns gerandinn var. „Þó að rannsóknir staðfesti að heimilisofbeldi hefur meiri áhrif á konur þá sýna þessar niðurstöður að stefnubreytingar er þörf, til dæmis þarf að beina athyglinni nánar að ofbeldi af hálfu kvenna, ofbeldi á báða bóga og þörfum karlkyns fórnarlamba." Þá bendir Hamel á að karlar eru mun oftar handteknir en konur í tengslum við heimilisofbeldi, stundum af tilviljanakenndum ástæðum ef ekki er vitað hver gerandinn er, eins og einfaldlega vegna þess að karlar eru jafnan stærri og sterkari en konur. „Verklag af þessu tagi er ekki bara árangurslítið, heldur brýtur það líka á mannréttindum fólks.“ Nánar má lesa um málið í fréttatilkynningu frá útgefanda Partner Abuse. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Konur eru ekki síður gerendur heimilisofbeldis en karlar, ef marka má nýja samanburðarrannsókn sem birtist í fagtímaritinu Partner Abuse. Þetta þykir rannsakendunum stangast á við staðlaðar hugmyndir um gerendur heimilisofbeldis. Um er að ræða eina ítarlegustu samanburðarrannsókn sem gerð hefur verið á heimilisofbeldi, en rannsóknin leiðir í ljós að konur beita líkamlegu of andlegu ofbeldi til jafns við karlmenn. Þá sýnir rannsóknin að konur eru ekki síður stjórnlyndar en menn í heimilisaðstæðum. Samanburðarrannsóknin var framkvæmd af 42 fræðimönnum við 20 háskóla og tók til 1.700 rannsókna á 17 fræðisviðum. Rannsóknin tók tæp þrjú ár í framkvæmd. John Hamel, ritstjóri fagtímaritsins Partner Abuse, stýrði rannsókninni. „Rannsóknir í málaflokknum hafa orðið óþarflega pólitískar og brotakenndar seinustu ár," sagði Hamel. „Tilgangur rannsóknarinnar var að leiða saman á staðreyndabyggðan, gagnsæjan og kerfisbundinn hátt upplýsingar og þekkingu um ofbeldi í samböndum, en upplýsingarnar þurftu líka að vera áreiðanlegar, nýlegar og aðgengilegar öllum. PASK [The Partner Abuse State of Knowledge project, innsk. blm.] er byggt á þeirri grunnhugsun að allir eigi rétt á sinni skoðun, en ekki sínum eigin staðreyndum. Þessar staðreyndir eiga að vera aðgengilegar öllum og pólitíska stefnu í málaflokknum þarf að byggja á þessum staðreyndum en ekki á hugmyndafræði eða sérhagsmunum." Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að konur og karlar beita ofbeldi til jafns við hvort annað hvort sem það er líkamlegt, eða andlegt, utan þess að karlar eru líklegri til að beita kynferðislegum þvingunum en konur. Þá kom í ljóst að heimilisofbeldi er að jafnaði á báða bóga og konur jafn líklegar og karlar til að vera stjórnlyndar. Til viðbótar leiddi rannsóknin í ljós að heimilisofbeldi í garð beggja kynja tengdist sömu áhættuþáttum og að sömu hvatar voru að baki ofbeldinu sama hvors kyns gerandinn var. „Þó að rannsóknir staðfesti að heimilisofbeldi hefur meiri áhrif á konur þá sýna þessar niðurstöður að stefnubreytingar er þörf, til dæmis þarf að beina athyglinni nánar að ofbeldi af hálfu kvenna, ofbeldi á báða bóga og þörfum karlkyns fórnarlamba." Þá bendir Hamel á að karlar eru mun oftar handteknir en konur í tengslum við heimilisofbeldi, stundum af tilviljanakenndum ástæðum ef ekki er vitað hver gerandinn er, eins og einfaldlega vegna þess að karlar eru jafnan stærri og sterkari en konur. „Verklag af þessu tagi er ekki bara árangurslítið, heldur brýtur það líka á mannréttindum fólks.“ Nánar má lesa um málið í fréttatilkynningu frá útgefanda Partner Abuse.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira