Innlent

Konur beita börn oftar ofbeldi en karlmenn

GS skrifar
Mynd tengist frétt ekki beint.
Mynd tengist frétt ekki beint.
Konur beita börn oftar ofbeldi en karlmenn og eru drengir oftar fórnarlömb líkamlegs ofbeldis en stúlkur. Þær eru hinsvegar oftar beittar andlegu ofbeldi.

Þetta kemur fram í lokaritgerð Eyrúnar Hafþórsdóttur til BA gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Það kann að koma á óvart hversu oft mæðrum er laus höndin við afkvæmi sín, en ýmsar fyrri rannsóknir, bæði hérlendis og á hinum Norðurlöndunum hafa sýnt vísbendingar um það.

Þá kemur fram í ritgerð Eyrúnar að konur beita andlegu ofbeldi oftar en karlar, en það leiðir oft til líkamlegs ofbeldis líka. Sem dæmi um líkamlegt ofbeldi kvennanna gagnvart börnum þeirra er að að slá þau með flötum lófa, kýla þau með krepptum hnefa, sparka í þau eða eða henda einhverjum hlut í þau.

Dæmi um andlegt ofbeldi, sem gjarnan er endurtekið, er að láta börnin upplifa að þau séu einskis virði, engin elski þau, og að foreldrar þeirra vilji ekki eiga þau.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×