Innlent

Konum fækkar á þingi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fagnar sigri Framsóknarflokksins með einni af konunum sem kjörin var á Alþingi, Vigdísi Hauksdóttur.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fagnar sigri Framsóknarflokksins með einni af konunum sem kjörin var á Alþingi, Vigdísi Hauksdóttur.
Hlutfall kvenna á Alþingi eftir kosningar í nótt er 39,7% sem er 3,2% minna en eftir kosningarnar 2009 þegar hlutfall kvenna var 42,9%. Þetta sýna niðurstöður Kristínar Ásu Einarsdóttur félagsfræðings sem tók saman tölurnar í morgun.

Sex af nítján þingmönnum Sjálfstæðisflokksins eru konur, eða 31,6%. Átta af 19 þingmönnum Framsóknarflokksins eru konur, eða 42,1%. Fjórar af 9 níu þingmönnum Samfylkingarinnar eru konur, eða 44,4%. Þá verða fjórar konur í þingflokki VG af 7 þingmönnum eða 57,1%,

Hjá nýju þingflokkunum er kynjaskiptingin þannig að í Bjartri Framtíð eru tveir af sex þingmönnum konur, eða 33% og í þingflokki Pírata er ein kona af þremur þingmönnum eða 33%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×