Innlent

Komu fjölskyldunni til bjargar og buðu þeim gistingu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sterkur vinskapur er að myndast milli Calara-fjölskyldunnar og bjargvættanna.
Sterkur vinskapur er að myndast milli Calara-fjölskyldunnar og bjargvættanna. Vísir/Stefán
Hjónin Einar Magnússon og Bryndís Sævarsdóttir komu fyrst að slysinu í Vattarfirði á fimmtudag þar sem Calara-fjölskyldan, Francisco, Elma og Matthew hafði lent úti í sjó. Um það leyti sem Einar og Bryndísi bar að, var Elmu, sem er ósynd, að takast að klöngrast upp í fjöru.

Eftir að fjölskyldan hafði hvílst í Búðardal buðu Bryndís og Einar henni að gista hjá sér í Reykjanesbæ þar til þau kæmust heim til Bandaríkjanna. Einar segir að sterkur vinskapur sé að myndast með fjölskyldunni sem hefur boðið þeim hjónum að heimsækja sig til Bandaríkjanna við fyrsta tækifæri.

Vísir greindi frá björguninni í síðustu viku, en Bryndís og Einar höfðu verið við berjatýnslu þegar þau komu auga á hreyfingu í flæðarmálinu.

Slysið reyndist töluverð þolraun fyrir Calara-fjölskylduna, en Francisco óttaðist á einum tímapunkti um líf eiginkonu sinnar. Hann hafði sofnað undir stýri, þreyttur eftir næturflug og langan akstur vestur á firði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×