Innlent

Komnar eru fjórar sýrlenskar fjölskyldur

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, tók á móti hópi flóttafólks í Hafnarborg í Hafnarfirði seinnipartinn í gær.
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, tók á móti hópi flóttafólks í Hafnarborg í Hafnarfirði seinnipartinn í gær. vísir/Ernir
Á annan tug flóttamanna frá Sýrlandi kom hingað til lands í gær.

Velferðarráðuneytið stóð síðdegis í gær fyrir formlegri móttöku í Hafnarborg í Hafnarfirði, um svipað leyti og mótmæli fóru fram á Austurvelli.

Um er að ræða fjórar fjölskyldur. Þrjár þeirra flytja til Hafnarfjarðar og ein í Kópavog.

Fjölskyldurnar koma hingað til lands frá Líbanon þar sem þær hafa beðið eftir heimild til þess að yfirgefa landið.

Flutningurinn er skipulagður af alþjóðlegu flóttamannanefndinni.



Fyrsti hópur sýrlenskra flóttamanna kom til landsins í janúar. Það voru sex fjölskyldur, þar af 13 fullorðnir og 22 börn.

Þegar seinni hópurinn kemur til landsins mun Ísland hafa tekið á móti tæplega flóttamönnum frá Sýrlandi.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×