Kom með lífverði á nefndasvið Alþingis 21. febrúar 2013 10:29 Sigurður Ingi Þórðarson kom í fylgd tveggja lífvarða á nefndasvið Alþingis í morgun þegar hann gaf Allsherjar- og menntamálanefnd skýrslu vegna aðkomu sinnar að stóra FBI-málinu svokallaða. Sigurður Ingi hefur hingað til verið kallaður Siggi hakkari í fjölmiðlum en hann virðist hafa verið nokkurskonar uppljóstrari alríkislögreglunnar. Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendirráðinu sumarið 2011 og sagðist þá hafa upplýsingar um yfirvofandi árás á tölvukerfi stjórnarráðsins. Árás sem ríkislögreglustjóri lítur á að hafi verið komið í veg fyrir með sértækum aðgerðum. Málið snýst um réttarbeiðni fulltrúa alríkislögreglunnar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafnaði á þeim forsendum að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks samtökin en ekki tölvuárásina, en fulltrúarnir komu upprunalega hingað til lands til þess að rannsaka það mál. Björgvin G. Sigurðsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Vísi í morgun að skýrsla Sigurðar varpaði enn skýrara ljósi á það að alríkisfulltrúarnir voru sannarlega að rannsaka Wikileaks samtökin hér á landi. Hann gat þó ekki farið út í smáatriði hvað skýrsluna varðar þar sem fundurinn er lokaður. Fundurinn í morgun var þó heldur sérkennilegur. Fjöldi fréttamanna beið á nefndarsviðinu eftir að Sigurður lyki skýrslugjöf sinni. Þá þegar var fjölmiðlamönnum tilkynnt af starfsmönnum nefndarsviðsins að það væri ekki heimilt að taka viðtöl í húsnæði nefndarsviðsins. Tveir menn, sem starfa sem lífverðir, biðu einnig eftir Sigurði, en annar þeirra sagðist aðspurður að Sigurður hefði óskað eftir þjónustu þeirra, en ekki af ótta um líf sitt. Þessir tveir menn laumuðu svo Sigurði út um bakdyr sem snúa að Austurstræti eftir að fundinum lauk. Fréttamenn eltu þá uppi eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði. Þegar fréttamennirnir loksins höfðu uppi á Sigurði vildi hann ekki tjá sig við fjölmiðla. Aðspurður segir Björgvin að þessar öryggiskröfur hafi ekki komið frá þingnefndinni sjálfri. Mál Sigga hakkara Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Sigurður Ingi Þórðarson kom í fylgd tveggja lífvarða á nefndasvið Alþingis í morgun þegar hann gaf Allsherjar- og menntamálanefnd skýrslu vegna aðkomu sinnar að stóra FBI-málinu svokallaða. Sigurður Ingi hefur hingað til verið kallaður Siggi hakkari í fjölmiðlum en hann virðist hafa verið nokkurskonar uppljóstrari alríkislögreglunnar. Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendirráðinu sumarið 2011 og sagðist þá hafa upplýsingar um yfirvofandi árás á tölvukerfi stjórnarráðsins. Árás sem ríkislögreglustjóri lítur á að hafi verið komið í veg fyrir með sértækum aðgerðum. Málið snýst um réttarbeiðni fulltrúa alríkislögreglunnar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafnaði á þeim forsendum að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks samtökin en ekki tölvuárásina, en fulltrúarnir komu upprunalega hingað til lands til þess að rannsaka það mál. Björgvin G. Sigurðsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Vísi í morgun að skýrsla Sigurðar varpaði enn skýrara ljósi á það að alríkisfulltrúarnir voru sannarlega að rannsaka Wikileaks samtökin hér á landi. Hann gat þó ekki farið út í smáatriði hvað skýrsluna varðar þar sem fundurinn er lokaður. Fundurinn í morgun var þó heldur sérkennilegur. Fjöldi fréttamanna beið á nefndarsviðinu eftir að Sigurður lyki skýrslugjöf sinni. Þá þegar var fjölmiðlamönnum tilkynnt af starfsmönnum nefndarsviðsins að það væri ekki heimilt að taka viðtöl í húsnæði nefndarsviðsins. Tveir menn, sem starfa sem lífverðir, biðu einnig eftir Sigurði, en annar þeirra sagðist aðspurður að Sigurður hefði óskað eftir þjónustu þeirra, en ekki af ótta um líf sitt. Þessir tveir menn laumuðu svo Sigurði út um bakdyr sem snúa að Austurstræti eftir að fundinum lauk. Fréttamenn eltu þá uppi eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði. Þegar fréttamennirnir loksins höfðu uppi á Sigurði vildi hann ekki tjá sig við fjölmiðla. Aðspurður segir Björgvin að þessar öryggiskröfur hafi ekki komið frá þingnefndinni sjálfri.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira