MIĐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR NÝJAST 06:00

Ferđalöngum reglulega meinuđ för vestur

FRÉTTIR

Kolbeinn kom inn á sem varamađur og skorađi sigurmarkiđ

 
Fótbolti
14:49 10. JANÚAR 2016
Kolbeinn fagnar marki sínu fyrr í dag.
Kolbeinn fagnar marki sínu fyrr í dag. VÍSIR/AFP
Anton Ingi Leifsson skrifar

Kolbeinn Sigþórsson reyndist hetja Nantes gegn Saint-Etienne í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en hann skoraði sigurmark Nantes. Annað mark Kolbeins á tímabilinu.

Nolan Roux kom Saint-Etienne yfir af vítapunktinum á fjórtándu mínútu, en Johan Audel jafnaði metin fyrir Nantes eftir hálftíma leik. Staðan 1-1 í hálfleik.

Á 70. mínútu kom Kolbeinn inn á sem varamaður og sjö mínútum síðar var hann búinn að skora með góðu skoti. Lokatölur 2-1 og Kolbeinn hetjan.

Með sigrinum hoppaði Nantes upp í tíunda sæti deildarinnar, en þeir eru með 27 stig. Saint-Etienne er í sjöunda sætinu með 29 stig.

Kolbeinn var fyrir skömmu mikið gagnrýndur af þjálfara liðsins fyrir að vera ekki í nægilega góðu formi og því gefur það Kolbeini líklega mikið sjálfstraust að komast á blað. Annað mark Kolbeins í Frakklandi í fimmtán leikjum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Kolbeinn kom inn á sem varamađur og skorađi sigurmarkiđ
Fara efst