Kobbi krókur og réttarríkið Sigurður Árni Þórðarson skrifar 10. mars 2017 07:00 Þegar Guðný selur Karli húsið sitt er gerður um söluna samningur um kaupverð, afhendingartíma og hvernig greiðslu skuli háttað. Svo fær kaupandinn eignina og ber að greiða á tilsettum tíma. En hvað gerist ef Karl kemst að þeirri niðurstöðu að hann sé bara búinn að borga nóg og vilji ekki borga meira? Ef hugdettan er ekki í samræmi við samninginn verður Guðnýju væntanlega ekki skemmt. Samningar eru samningar og við þá verður að standa hvað svo sem fólki finnst einhverjum árum eftir að samningar eru gerðir. Ef ekki er staðið við samninga þarf að endursemja eða leiða vanefndir til lykta fyrir dómstólum. Við viljum flest að eignarréttur haldi og réttarríki blómstri. Píratar hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að ríkið segi upp gildum samningi við þjóðkirkjuna. Risastórt eignasafn hennar var endanlega afhent ríkinu árið 1997. Ríkið tók við þessum eignum og samdi við þjóðkirkjuna um endurgjald fyrir og þeir samningar eru lagalega fullgildir. En nú finnst Pírötum að búið sé að borga nóg og ríkið eigi bara að hætta að borga. Rifta eigi samningnum en ríkið eigi samt að halda eignunum. Ef dæmið af Guðnýju og Karli er notað leggja þeir til að Karl hætti að borga Guðnýju af því honum finnist hann vera búinn að borga nóg. Með málflutningi sínum leggja Píratar til að farnar verði aðrar leiðir en gert er ráð fyrir í réttarríki. Þeim finnst að ríkið eigi að hætta að borga en halda samt „húsinu“. Í hvaða stöðu er kirkjan sett? Hún framseldi ríkinu eignirnar til að kosta laun prestanna. Greiðsla ríkisins er ekki ríkisframlag heldur endurgjald vegna kaupa á eignum þjóðkirkjunnar. Samningur um verð gildir óháð duttlungum eða síðari tíma tilfinningum.Heilindi af beggja hálfu Samningur ríkisins og þjóðkirkjunnar var gerður með fullri meðvitund og heilindum af beggja hálfu. Enginn skyldi kasta rýrð á samningamennina. Það var vissulega erfitt að meta verðgildi eignanna en sátt var um matið. Allt eignasafnið var góður hluti jarðeigna í landinu og eignirnar voru og eru verðmiklar. Hvernig á að meta eign Garðakirkju nú, þ.e. landið undir öllum Garðabæ? Hvernig á að meta land undir öllum húsum í Borgarnesi, land Borgarkirkju? Hvernig metum við verðmæti Þingvalla – þó ekki sé nema kristalstært vatnið í Þingvallahrauni? Síðan má meta kirkjujarðir um allt land út frá veiðitekjum, náttúrugæðum ýmiss konar, virkjana- og ferðaþjónustumöguleikum. Tillaga Pírata varðar að samningur réttarríkisins gildi ekki gagnvart kirkjunni. En það er mikilvægt að ríki og þjóðkirkja tali saman um þessar eignir og afgjald. Ef meirihluti þjóðar og þings vill rifta þessum samningi þarf að ræða um hvernig það verði gert. Samningurinn varðar ekki aðskilnað ríkis og kirkju. Þjóðkirkjan er frjáls og að mestu óháð ríkinu og ríkið vill hafa sem minnst afskipti af henni. Svo fremi sem hún er ekki hlunnfarin getur þjóðkirkjan séð um eigin rekstur með greiðslum sem henni ber skv. samningum við ríkisvaldið – eða með því að ríkið skili eignunum eða verðmæti þeirra til kirkjunnar að nýju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Þegar Guðný selur Karli húsið sitt er gerður um söluna samningur um kaupverð, afhendingartíma og hvernig greiðslu skuli háttað. Svo fær kaupandinn eignina og ber að greiða á tilsettum tíma. En hvað gerist ef Karl kemst að þeirri niðurstöðu að hann sé bara búinn að borga nóg og vilji ekki borga meira? Ef hugdettan er ekki í samræmi við samninginn verður Guðnýju væntanlega ekki skemmt. Samningar eru samningar og við þá verður að standa hvað svo sem fólki finnst einhverjum árum eftir að samningar eru gerðir. Ef ekki er staðið við samninga þarf að endursemja eða leiða vanefndir til lykta fyrir dómstólum. Við viljum flest að eignarréttur haldi og réttarríki blómstri. Píratar hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að ríkið segi upp gildum samningi við þjóðkirkjuna. Risastórt eignasafn hennar var endanlega afhent ríkinu árið 1997. Ríkið tók við þessum eignum og samdi við þjóðkirkjuna um endurgjald fyrir og þeir samningar eru lagalega fullgildir. En nú finnst Pírötum að búið sé að borga nóg og ríkið eigi bara að hætta að borga. Rifta eigi samningnum en ríkið eigi samt að halda eignunum. Ef dæmið af Guðnýju og Karli er notað leggja þeir til að Karl hætti að borga Guðnýju af því honum finnist hann vera búinn að borga nóg. Með málflutningi sínum leggja Píratar til að farnar verði aðrar leiðir en gert er ráð fyrir í réttarríki. Þeim finnst að ríkið eigi að hætta að borga en halda samt „húsinu“. Í hvaða stöðu er kirkjan sett? Hún framseldi ríkinu eignirnar til að kosta laun prestanna. Greiðsla ríkisins er ekki ríkisframlag heldur endurgjald vegna kaupa á eignum þjóðkirkjunnar. Samningur um verð gildir óháð duttlungum eða síðari tíma tilfinningum.Heilindi af beggja hálfu Samningur ríkisins og þjóðkirkjunnar var gerður með fullri meðvitund og heilindum af beggja hálfu. Enginn skyldi kasta rýrð á samningamennina. Það var vissulega erfitt að meta verðgildi eignanna en sátt var um matið. Allt eignasafnið var góður hluti jarðeigna í landinu og eignirnar voru og eru verðmiklar. Hvernig á að meta eign Garðakirkju nú, þ.e. landið undir öllum Garðabæ? Hvernig á að meta land undir öllum húsum í Borgarnesi, land Borgarkirkju? Hvernig metum við verðmæti Þingvalla – þó ekki sé nema kristalstært vatnið í Þingvallahrauni? Síðan má meta kirkjujarðir um allt land út frá veiðitekjum, náttúrugæðum ýmiss konar, virkjana- og ferðaþjónustumöguleikum. Tillaga Pírata varðar að samningur réttarríkisins gildi ekki gagnvart kirkjunni. En það er mikilvægt að ríki og þjóðkirkja tali saman um þessar eignir og afgjald. Ef meirihluti þjóðar og þings vill rifta þessum samningi þarf að ræða um hvernig það verði gert. Samningurinn varðar ekki aðskilnað ríkis og kirkju. Þjóðkirkjan er frjáls og að mestu óháð ríkinu og ríkið vill hafa sem minnst afskipti af henni. Svo fremi sem hún er ekki hlunnfarin getur þjóðkirkjan séð um eigin rekstur með greiðslum sem henni ber skv. samningum við ríkisvaldið – eða með því að ríkið skili eignunum eða verðmæti þeirra til kirkjunnar að nýju.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar