Viðskipti innlent

Klýfur hálendið og eyðileggur

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Í hálendisferð. Náttúran er jafn mikið skemmd þótt háspennulína sjáist ekki frá vegi, segir formaður 4X4.
Í hálendisferð. Náttúran er jafn mikið skemmd þótt háspennulína sjáist ekki frá vegi, segir formaður 4X4. Fréttablaðið/JAB
„Þessi lína kemur til með að kljúfa hálendið í tvennt og eyðileggja stórmerkilega staði,“ segir Sveinbjörn Halldórsson, formaður bæði Ferðaklúbbsins 4X4 og Samúts, Samtaka útivistarfélaga, um fyrirætlanir um nýja háspennulínu yfir Sprengisand.

Fram hefur komið að Landsnet og Vegagerðin hafa tekið höndum saman um að hanna fyrirhugaða Sprengisandslínu þannig að hún sjáist mjög lítið frá ferðamannavegi sem kann að verða lagður yfir Sprengisand.

Sveinbjörn Halldórsson
„Við setjum okkur áfram upp á móti þessum fyrirætlunum,“ bætir Sveinbjörn við. Þá furðar hann sig á því að kostnaður þyki of mikill til að leggja jarðstreng yfir Sprengisand á sama tíma og menn víli ekki fyrir sér að leggja streng í hafið til Írlands. 

Um leið efast Sveinbjörn um ágæti þess að byggja upp ferðamannaveg á hálendinu. „Ég held að við höfum engan áhuga á að mæta ferðamönnum á Yarisum á miðju hálendinu þar sem allra veðra er von.“ 

Sveinbjörn segist eiga von á mikilli andstöðu við fyrirætlanirnar hjá ferðafélögum og náttúruverndarfélögum. „Hálendið á að fá að vera eins ósnortið og hægt er. Talað er um að taka hér inn tvær milljónir ferðamanna. Ætlum við að sýna þeim háspennulínur á hálendinu?“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×