Viðskipti innlent

Klúðruðu leyfi kísilverksmiðju

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Iðnaðarsvæðið í Helguvík úr lofti.
Iðnaðarsvæðið í Helguvík úr lofti. Vísir/GVA
Starfsleyfi Thorsil fyrir kísilverksmiðju í Helguvík, gefið út af Umhverfisstofnun 2015, hefur verið fellt úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Starfsleyfið er ógilt því frestur til að gera athugasemdir við starfsleyfisveitinguna var fjórum dögum of stuttur. Stofnunin hafði reiknað frestinn út frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sinni en reglugerðir kveða á um að slík auglýsing þurfi að birtast í dagblaði eða staðarblaði.

Nefndin segir ekki hægt að útiloka að þá daga sem á vantaði hefðu getað borist athugasemdir sem breyttu ákvörðun Umhverfisstofnunar. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×