ŢRIĐJUDAGUR 26. JÚLÍ NÝJAST 11:30

Sagđi stuđningsmenn Sanders haga sér fáránlega

FRÉTTIR

Klopp stýrir Liverpool ekki í dag vegna botnlangabólgu

 
Enski boltinn
12:28 06. FEBRÚAR 2016
Klopp verđur fjarri góđu gamni á hliđarlínunni í dag.
Klopp verđur fjarri góđu gamni á hliđarlínunni í dag. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Jürgen Klopp verður ekki á hliðarlínunni þegar Liverpool tekur á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15:00 í dag.

Þjóðverjinn er með botnlangabólgu og það verður því í höndum aðstoðarmanna hans að stýra Liverpool-liðinu í dag. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Liverpool er með 34 stig í 8. sæti úrvalsdeildarinnar en liðið tapaði 0-2 fyrir Leicester City í síðustu umferð.

Fái Liverpool stig gegn Sunderland fer liðið upp í 7. sæti, allavega um stundarsakir en Southampton, liðið í 7. sætinu, mætir West Ham í síðdegisleiknum í dag.

Leikur Liverpool og Sunderland hefst klukkan 15:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Klopp stýrir Liverpool ekki í dag vegna botnlangabólgu
Fara efst