Enski boltinn

Klopp: Varnarleikurinn í forgangi fyrir næsta tímabil

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klopp og lærisveinar hans mæta Swansea á morgun.
Klopp og lærisveinar hans mæta Swansea á morgun. vísir/getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að það sé forgangsatriði að bæta varnarleik liðsins fyrir næsta tímabil.

Liverpool hefur fengið á sig 45 mörk í ensku úrvalsdeildinni en ekkert lið hefur tapað fleiri stigum eftir að hafa verið yfir í leikjum.

„Þegar þú ert að byggja upp lið byrjarðu á vörninni. Ef hún er sterk heldur hún þér inni í leiknum og gefur þér möguleika á að vinna þrátt fyrir að skora bara eitt mark,“ sagði Klopp sem kveðst aldrei ánægður þegar lið hans fær á sig mark.

Sjá einnig: Sakho kominn í 30 daga bann

Liverpool er þegar búið að semja við kamerúnska miðvörðinn Joel Matip og búist er við því að Klopp bæti fleiri varnarmönnum í hópinn fyrir næsta tímabil.

„Eitt af stærstu verkefnunum fyrir næsta tímabil er að ná stöðugleika í varnarleikinn. Við höfum þegar leyst nokkur vandamál. Föst leikatriði voru okkar helsti veikleiki en við höfum bætt okkur á því sviði,“ sagði Klopp ennfremur.

Liverpool sækir Swansea heim á Liberty-völlinn í dag. Leikurinn hefst klukkan 11:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×