Enski boltinn

Matip fer til Liverpool á frjálsri sölu í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Matip þykir sterkur varnarmaður.
Matip þykir sterkur varnarmaður. vísir/getty
Schalke 04 staðfesti nú fyrir skömmu að varnarmaðurinn Joël Matip sé á leið til enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool eftir tímabilið.

Samningur Matips við Schalke rennur út í lok júní og hann kemur því til Liverpool á frjálsri sölu.

Matip er uppalinn hjá Schalke og lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2009. Hann hefur leikið tæplega 250 leiki fyrir Schalke og skorað 23 mörk.

Matip, sem er kamerúnskur landsliðsmaður, hefur spilað hverja einustu mínútu fyrir Schalke í þýsku 1. deildinni í vetur og skorað þrjú mörk. Liðið er í 5. sæti deildarinnar með 33 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×