Erlent

Klerkar í Sádi-Arabíu setja bann gegn Pokémonum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Pokémon Go.
Pokémon Go. Mynd/Niantic
Eitt helsta klerkaráð Sádi-Arabíu endurvakti í gær fimmtán ára gamla trúarreglu þar sem allt er tengist Pokémon er bannað. Er það gert sökum gríðarlegra vinsælda farsímaleiksins Pokémon Go þar sem helsta markmiðið er að leita að Pokémonum á götum úti.

Þrátt fyrir að leikurinn hafi enn ekki verið gefinn út í Sádi-Arabíu hafa fjölmargir landsmenn sótt sér hann eftir krókaleiðum.

Reglan var upphaflega sett vegna þess að Pokémon safnkortaspilið þótti minna um of á fjárhættuspil. Þá var spilið einnig talið notast við tákn frímúrara. Spilið var sagt gera hugmyndum Charles Darwin um þróunarkenninguna hátt undir höfði en Pokémonar eru furðuverur sem þróast eftir því sem þær styrkjast.

Þrír Sádi-Arabar voru handteknir á götum úti í gær fyrir að spila leikinn. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×