Kláraði guðfræði með skert skammtímaminni Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 18. mars 2015 13:00 Dís lét heilaskaðann ekki stoppa sig í því að klára embættispróf í guðfræði. mynd/Hörður Ásbjörnsson Mars mánuður er tileinkaður fólki með heilaskaða um allan heim. Í dag, 18. mars, heldur Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða vitunarvakningardag. Að því tilefni verður myndin Heilaskaði af völdum ofbeldis sýnd í öllum unglingadeildum grunnskólana í dag sem Hugarfar, Reykjalundur og SÍBS stóðu að. Ákominn heilaskaði orsakast oftast af ytri áverka sem er tilkominn vegna ofbeldis, slysa og falla. Afleiðingarnar reynast oft dulin fötlun sem ekki sést utan á fólki en getur valdið því víðtækum vanda svo sem að flosna úr námi eða vinnu og missa í kjölfarið fótanna í lífinu. Á Íslandi verða um 500 manns fyrir heilaskaða árlega, af þeim þurfa um 50-80 á sérhæfðri endurhæfingu að halda ár hvert. Stór hluti þess hóps er ungt fólk. Dís Gylfadóttir hlaut heilaskaða eftir bílslys sem hún lenti í aðfaranótt gamlársdags árið 2002. „Ég var meðvitundarlaus í tvo sólarhringa og vinstri hlið líkamans var lömuð frá topi til táar,“ segir Dís. Lömunin gekk tilbaka, en við tók löng og ströng endurhæfing þar til Dís náði líkamlegum styrk aftur. „Eftir hann var ég bara send út og átti að vera í lagi. Þarna hefði þurft að vera staður þar sem fólk gæti leitað á og fengið stuðning og félagsskap.“ Dís missti skammtímaminnið eftir slysið og sögðu læknarnir við hana að hún ætti að fá sér stöð 2, því það væri það eina sem hún gæti hugsanlega dundað sér við. Hún sýndi þeim hinsvegar að hún væri fær um svo miklu meira en það og í fyrravor útskrifaðist hún úr Guðfræði með embættispróf. „Ég hefði svo sannarlega þurft á því að halda að hafa einhvern stað til að leita á í náminu, þar sem ég gæti hitt fólk í sömu sporum og lært af þeim og fengið stuðning, „ segir hún. Tilgangurinn með deginum er að vekja athygli á málefninu og er draumurinn að hér verði starfandi staður sambærilegur Hovedhuset í Danmörku. Þar getur fólk með heilaskaða komið og áherslan er lögð á að læra og eflast í gegnum vinnuna. Dís segir nauðsynlegt fyrir fólk með heilaskaða að geta hist og fengið stuðning hvort frá öðru. „Maður heyrir alltaf í fréttunum af þessum sem var laminn niður í bæ eða lenti í slysi og er haldið sofandi. Svo kemur frétt að viðkomandi sé vaknaður og við höldum að allt sé í lagi. Það er ekkert þannig.“ Í tilefni af vitundarvakningardegium mun Hugarfar verða með opið hús að Sigtúni 42, Reykjavík, frá klukkan 17-19. Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Mars mánuður er tileinkaður fólki með heilaskaða um allan heim. Í dag, 18. mars, heldur Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða vitunarvakningardag. Að því tilefni verður myndin Heilaskaði af völdum ofbeldis sýnd í öllum unglingadeildum grunnskólana í dag sem Hugarfar, Reykjalundur og SÍBS stóðu að. Ákominn heilaskaði orsakast oftast af ytri áverka sem er tilkominn vegna ofbeldis, slysa og falla. Afleiðingarnar reynast oft dulin fötlun sem ekki sést utan á fólki en getur valdið því víðtækum vanda svo sem að flosna úr námi eða vinnu og missa í kjölfarið fótanna í lífinu. Á Íslandi verða um 500 manns fyrir heilaskaða árlega, af þeim þurfa um 50-80 á sérhæfðri endurhæfingu að halda ár hvert. Stór hluti þess hóps er ungt fólk. Dís Gylfadóttir hlaut heilaskaða eftir bílslys sem hún lenti í aðfaranótt gamlársdags árið 2002. „Ég var meðvitundarlaus í tvo sólarhringa og vinstri hlið líkamans var lömuð frá topi til táar,“ segir Dís. Lömunin gekk tilbaka, en við tók löng og ströng endurhæfing þar til Dís náði líkamlegum styrk aftur. „Eftir hann var ég bara send út og átti að vera í lagi. Þarna hefði þurft að vera staður þar sem fólk gæti leitað á og fengið stuðning og félagsskap.“ Dís missti skammtímaminnið eftir slysið og sögðu læknarnir við hana að hún ætti að fá sér stöð 2, því það væri það eina sem hún gæti hugsanlega dundað sér við. Hún sýndi þeim hinsvegar að hún væri fær um svo miklu meira en það og í fyrravor útskrifaðist hún úr Guðfræði með embættispróf. „Ég hefði svo sannarlega þurft á því að halda að hafa einhvern stað til að leita á í náminu, þar sem ég gæti hitt fólk í sömu sporum og lært af þeim og fengið stuðning, „ segir hún. Tilgangurinn með deginum er að vekja athygli á málefninu og er draumurinn að hér verði starfandi staður sambærilegur Hovedhuset í Danmörku. Þar getur fólk með heilaskaða komið og áherslan er lögð á að læra og eflast í gegnum vinnuna. Dís segir nauðsynlegt fyrir fólk með heilaskaða að geta hist og fengið stuðning hvort frá öðru. „Maður heyrir alltaf í fréttunum af þessum sem var laminn niður í bæ eða lenti í slysi og er haldið sofandi. Svo kemur frétt að viðkomandi sé vaknaður og við höldum að allt sé í lagi. Það er ekkert þannig.“ Í tilefni af vitundarvakningardegium mun Hugarfar verða með opið hús að Sigtúni 42, Reykjavík, frá klukkan 17-19.
Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira