Kjör lífeyrisþega leiðrétt strax Eygló Harðardóttir skrifar 26. júní 2013 06:00 Elli- og örorkulífeyrisþegar voru meðal þeirra sem fengu hvað þyngstar byrðar á herðarnar í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Kjör þeirra versnuðu með margvíslegum skerðingum á lífeyrisréttindum almannatrygginga. Þó að alltaf megi deila um hvað sé réttlátt við úthlutun takmarkaðra fjármuna er þó erfitt að réttlæta að aldraðir og öryrkjar axli svo miklar byrðar. Kjör fólks í landinu eru loksins á uppleið en lífeyrisþegar hafa setið eftir, sumir fastir í fátæktargildru vegna margvíslegra víxlverkana og mikilla tekjutenginga lífeyrisgreiðslna. Ég hef því lagt áherslu á að ráðast í leiðréttingar á kjörum lífeyrisþega strax á sumarþingi. Frumvarpið er tilbúið og að mínu mati á ekki að slíta þingi fyrr en málið er í höfn. 7.000 fá hærri lífeyrisgreiðslur Kjaraskerðingarnar árið 2009 fólust meðal annars í því að tekjutengdar greiðslur skertust að fullu vegna fjármagnstekna í stað þess að skerðast um 50% áður og frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna var lækkað umtalsvert. Lífeyrissjóðstekjur voru teknar inn í útreikning grunnlífeyris og gátu leitt til skerðinga á honum. Síðast en ekki síst var skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkað úr 38,35% í 45%. Með frumvarpinu mínu verður byrjað að taka á skerðingunum. Þannig verður frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega hækkað úr 480.000 kr. á ári í 1.315.200 kr., eða um 174%. Þá munu lífeyrissjóðstekjur hætta að skerða grunnlífeyrinn, sem er stórt réttlætismál fyrir lífeyrisþega. Framlög ríkisins til almannatrygginga vegna þessara breytinga aukast um 1,6 milljarða á ársgrundvelli. Greiðslur hækka hjá um 7.000 lífeyrisþegum, þar af eru um 2.500 einstaklingar sem ekki hafa fengið greiðslur undanfarið vegna tekjuskerðinga en öðlast rétt til lífeyris á ný. Þessar breytingar eru fyrsta skrefið að því marki að draga til baka skerðingar sem lífeyrisþegar sættu með lagabreytingum árið 2009. Frumvarpið er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um kjarabætur til lífeyrisþeg, sem forgangsverkefni. Að auki er hafin vinna við afnám annarra skerðinga, meðal annars með lækkun skerðingarhlutfalls tekjutryggingar úr 45% í 38,35%. Heildaráhrif af væntanlegum bótahækkunum að meðtalinni lækkun skerðingarhlutfallsins eru áætluð um 4,6 milljarðar króna. Áformuð gildistaka breytinganna er 1. júlí og hækkanir til lífeyrisþega munu birtast í greiðslum til þeirra 1. ágúst næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Elli- og örorkulífeyrisþegar voru meðal þeirra sem fengu hvað þyngstar byrðar á herðarnar í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Kjör þeirra versnuðu með margvíslegum skerðingum á lífeyrisréttindum almannatrygginga. Þó að alltaf megi deila um hvað sé réttlátt við úthlutun takmarkaðra fjármuna er þó erfitt að réttlæta að aldraðir og öryrkjar axli svo miklar byrðar. Kjör fólks í landinu eru loksins á uppleið en lífeyrisþegar hafa setið eftir, sumir fastir í fátæktargildru vegna margvíslegra víxlverkana og mikilla tekjutenginga lífeyrisgreiðslna. Ég hef því lagt áherslu á að ráðast í leiðréttingar á kjörum lífeyrisþega strax á sumarþingi. Frumvarpið er tilbúið og að mínu mati á ekki að slíta þingi fyrr en málið er í höfn. 7.000 fá hærri lífeyrisgreiðslur Kjaraskerðingarnar árið 2009 fólust meðal annars í því að tekjutengdar greiðslur skertust að fullu vegna fjármagnstekna í stað þess að skerðast um 50% áður og frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna var lækkað umtalsvert. Lífeyrissjóðstekjur voru teknar inn í útreikning grunnlífeyris og gátu leitt til skerðinga á honum. Síðast en ekki síst var skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkað úr 38,35% í 45%. Með frumvarpinu mínu verður byrjað að taka á skerðingunum. Þannig verður frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega hækkað úr 480.000 kr. á ári í 1.315.200 kr., eða um 174%. Þá munu lífeyrissjóðstekjur hætta að skerða grunnlífeyrinn, sem er stórt réttlætismál fyrir lífeyrisþega. Framlög ríkisins til almannatrygginga vegna þessara breytinga aukast um 1,6 milljarða á ársgrundvelli. Greiðslur hækka hjá um 7.000 lífeyrisþegum, þar af eru um 2.500 einstaklingar sem ekki hafa fengið greiðslur undanfarið vegna tekjuskerðinga en öðlast rétt til lífeyris á ný. Þessar breytingar eru fyrsta skrefið að því marki að draga til baka skerðingar sem lífeyrisþegar sættu með lagabreytingum árið 2009. Frumvarpið er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um kjarabætur til lífeyrisþeg, sem forgangsverkefni. Að auki er hafin vinna við afnám annarra skerðinga, meðal annars með lækkun skerðingarhlutfalls tekjutryggingar úr 45% í 38,35%. Heildaráhrif af væntanlegum bótahækkunum að meðtalinni lækkun skerðingarhlutfallsins eru áætluð um 4,6 milljarðar króna. Áformuð gildistaka breytinganna er 1. júlí og hækkanir til lífeyrisþega munu birtast í greiðslum til þeirra 1. ágúst næstkomandi.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun