Kjaraskerðing vaxtahækkana Valdimar Ármann skrifar 26. nóvember 2011 00:00 Loks er farið að eygja í efnahagsbata á Íslandi en veikan þó og standa enn mörg heimili og fyrirtæki höllum fæti. Miðað við stöðu heimsmála beggja vegna Atlantsála ætti Seðlabanki Íslands að fara varlega í því að stíga á bremsuna. Hafa ber í huga að bankinn hefur í rauninni aldrei veitt neinum alvöru peningalegum slaka á íslenskt efnahagslíf heldur haldið skemmri tíma raunvöxtum jákvæðum meira og minna frá hruni. Allt annað hefur verið upp á teningnum erlendis síðustu misseri og má t.a.m. geta þess að 10 ára raunvextir í Bandaríkjunum eru í kringum 0% en á Íslandi eru þeir um 2,35%. Af veikum mætti reynir ríkisstjórnin með ýmsum leiðum að koma hér hjólum efnahagslífsins í gang. Ekki verður fjallað sérstaklega um árangurinn af þeirri viðleitni en benda má t.d. á heimild til úttektar séreignarsparnaðar sem getur aukið á beinan hátt ráðstöfunartekjur þeirra heimila sem eiga þann sparnað enn til staðar. Athyglivert er að á sama tíma hækkar Seðlabanki Íslands vexti og mögulega fer stór hluti aðgerða ríkisstjórnarinnar, m.a. úttekt séreignarsparnaðar, í það að borga fyrir vaxtahækkun Seðlabankans. Af hverju vinna Seðlabankinn og ríkisstjórnin á móti hvor öðrum við þessar aðstæður?Meira bit stýrivaxta Stýrivaxtatæki Seðlabanka Íslands hefur að öllum líkindum mun meira bit nú en áður þar sem töluverð breyting hefur orðið á lánasamsetningu heimila og fyrirtækja á síðustu þremur árum. Háværar kröfur eru í þjóðfélaginu um óverðtryggð lán og hafa bankar komið til móts við þær óskir sem má sjá á þeirri staðreynd að hlutfall óverðtryggðra lána hefur aukist úr 18% í rúmlega 35% frá hruni. Óverðtryggð lán eru oftast með mun skemmri líftíma heldur en þau verðtryggðu og jafnvel með breytilegum vöxtum sem breytast á nokkurra mánaða fresti. Á óverðtryggðum lánum eru þannig yfirleitt mun meiri sveiflur á greiðslubyrði, ólíkt uppsetningu verðtryggðra lána sem hækka jafnt og þétt í takt við verðbólgu. Greiðslubyrði óverðtryggðra lána getur þannig gjörbreyst á skömmum tíma og þegar Seðlabankinn er í vaxtahækkunarferli mun hann draga kaupmátt frá heimilunum mun fyrr en áður. Tökum sem dæmi heimili sem er skuldsett upp á 20 milljónir vegna húsnæðis og 3 milljónir vegna bifreiðar þ.e. samtals skuldsetning 23 milljónir. Gerum ráð fyrir að bæði lánin séu með breytilega óverðtryggða vexti. Ef vextir hækka um 0,25% þýðir það um 57.500 króna aukinn vaxtakostnað á ári. Þegar vextir hafa hækkað um 1% gerir það um 230.000 króna aukinn vaxtakostnað árlega eða tæplega 20.000 krónur á mánuði. Fyrir heimili sem búa við knöpp kjör, getur þetta skipt höfuðmáli, sér í lagi ef fyrirtæki hækka einnig verð í kjölfar vaxtahækkana. Í tilfelli skuldsettra fyrirtækja á breytilegum vöxtum getur vaxtahækkun nefnilega haft sömu áhrif og verðhækkun á aðföngum sem þau munu reyna að velta út í verðlagið til þess að hafa fyrir hærri vaxtagjöldum. Hversu vel það heppnast veltur þó á markaðsstöðu þeirra og öðrum viðbrögðum efnahagslífsins við hærri vöxtum.Lægri vextir eru kjarabót Með fjölbreyttara lánaúrvali með tilliti til verðtryggingar eður ei, tímalengdar láns sem og tímalengdar vaxta þurfa lántakendur að átta sig á því hversu mikilvægt það er að kynna sér eðli lánanna og átta sig á mismunandi greiðslubyrði eftir uppsetningu og vaxtakjörum. Að fá afslátt á bíl eða fasteign getur því skipt minna máli heldur en að fá hagstætt lán. Tökum sem dæmi ef aðili kaupir fasteign og tekur 20 ára lán með jöfnum afborgunum og greiðslum einu sinni á ári. Ef lánið er 20 milljónir á 6% föstum vöxtum þá greiðir hann 1.200.000 í vaxtakostnað fyrsta árið og 1.000.000 í afborganir. En ef hann fengi 5% afslátt af fasteigninni og tekur 19 milljónir að láni en hugsar minna um lánakjörin og tekur það á 7% vöxtum þá greiðir hann 1.330.000 í vaxtakostnað fyrsta árið en 950.000 í afborganir. Fyrsta árið borgar hann þannig um 80.000 meira af lægra láninu þar sem hærri vaxtakostnaður étur afsláttinn upp. Þannig er hér 5% afsláttur jafngildur um 1% lægri vöxtum. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa bein áhrif á mörg útistandandi lán með breytilegum vöxtum og munu að sjálfsögðu einnig hækka þau lánakjör sem bankar geta mögulega boðið sínum viðskiptavinum á nýjum lánum. Þannig hafa vaxtaákvarðanir Seðlabanka alltaf áhrif á kaupmátt heimila og fjármagnskostnað fyrirtækja og í dag þarf ekki mikið til að sverfi inn að beini í rekstri heimila og fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Loks er farið að eygja í efnahagsbata á Íslandi en veikan þó og standa enn mörg heimili og fyrirtæki höllum fæti. Miðað við stöðu heimsmála beggja vegna Atlantsála ætti Seðlabanki Íslands að fara varlega í því að stíga á bremsuna. Hafa ber í huga að bankinn hefur í rauninni aldrei veitt neinum alvöru peningalegum slaka á íslenskt efnahagslíf heldur haldið skemmri tíma raunvöxtum jákvæðum meira og minna frá hruni. Allt annað hefur verið upp á teningnum erlendis síðustu misseri og má t.a.m. geta þess að 10 ára raunvextir í Bandaríkjunum eru í kringum 0% en á Íslandi eru þeir um 2,35%. Af veikum mætti reynir ríkisstjórnin með ýmsum leiðum að koma hér hjólum efnahagslífsins í gang. Ekki verður fjallað sérstaklega um árangurinn af þeirri viðleitni en benda má t.d. á heimild til úttektar séreignarsparnaðar sem getur aukið á beinan hátt ráðstöfunartekjur þeirra heimila sem eiga þann sparnað enn til staðar. Athyglivert er að á sama tíma hækkar Seðlabanki Íslands vexti og mögulega fer stór hluti aðgerða ríkisstjórnarinnar, m.a. úttekt séreignarsparnaðar, í það að borga fyrir vaxtahækkun Seðlabankans. Af hverju vinna Seðlabankinn og ríkisstjórnin á móti hvor öðrum við þessar aðstæður?Meira bit stýrivaxta Stýrivaxtatæki Seðlabanka Íslands hefur að öllum líkindum mun meira bit nú en áður þar sem töluverð breyting hefur orðið á lánasamsetningu heimila og fyrirtækja á síðustu þremur árum. Háværar kröfur eru í þjóðfélaginu um óverðtryggð lán og hafa bankar komið til móts við þær óskir sem má sjá á þeirri staðreynd að hlutfall óverðtryggðra lána hefur aukist úr 18% í rúmlega 35% frá hruni. Óverðtryggð lán eru oftast með mun skemmri líftíma heldur en þau verðtryggðu og jafnvel með breytilegum vöxtum sem breytast á nokkurra mánaða fresti. Á óverðtryggðum lánum eru þannig yfirleitt mun meiri sveiflur á greiðslubyrði, ólíkt uppsetningu verðtryggðra lána sem hækka jafnt og þétt í takt við verðbólgu. Greiðslubyrði óverðtryggðra lána getur þannig gjörbreyst á skömmum tíma og þegar Seðlabankinn er í vaxtahækkunarferli mun hann draga kaupmátt frá heimilunum mun fyrr en áður. Tökum sem dæmi heimili sem er skuldsett upp á 20 milljónir vegna húsnæðis og 3 milljónir vegna bifreiðar þ.e. samtals skuldsetning 23 milljónir. Gerum ráð fyrir að bæði lánin séu með breytilega óverðtryggða vexti. Ef vextir hækka um 0,25% þýðir það um 57.500 króna aukinn vaxtakostnað á ári. Þegar vextir hafa hækkað um 1% gerir það um 230.000 króna aukinn vaxtakostnað árlega eða tæplega 20.000 krónur á mánuði. Fyrir heimili sem búa við knöpp kjör, getur þetta skipt höfuðmáli, sér í lagi ef fyrirtæki hækka einnig verð í kjölfar vaxtahækkana. Í tilfelli skuldsettra fyrirtækja á breytilegum vöxtum getur vaxtahækkun nefnilega haft sömu áhrif og verðhækkun á aðföngum sem þau munu reyna að velta út í verðlagið til þess að hafa fyrir hærri vaxtagjöldum. Hversu vel það heppnast veltur þó á markaðsstöðu þeirra og öðrum viðbrögðum efnahagslífsins við hærri vöxtum.Lægri vextir eru kjarabót Með fjölbreyttara lánaúrvali með tilliti til verðtryggingar eður ei, tímalengdar láns sem og tímalengdar vaxta þurfa lántakendur að átta sig á því hversu mikilvægt það er að kynna sér eðli lánanna og átta sig á mismunandi greiðslubyrði eftir uppsetningu og vaxtakjörum. Að fá afslátt á bíl eða fasteign getur því skipt minna máli heldur en að fá hagstætt lán. Tökum sem dæmi ef aðili kaupir fasteign og tekur 20 ára lán með jöfnum afborgunum og greiðslum einu sinni á ári. Ef lánið er 20 milljónir á 6% föstum vöxtum þá greiðir hann 1.200.000 í vaxtakostnað fyrsta árið og 1.000.000 í afborganir. En ef hann fengi 5% afslátt af fasteigninni og tekur 19 milljónir að láni en hugsar minna um lánakjörin og tekur það á 7% vöxtum þá greiðir hann 1.330.000 í vaxtakostnað fyrsta árið en 950.000 í afborganir. Fyrsta árið borgar hann þannig um 80.000 meira af lægra láninu þar sem hærri vaxtakostnaður étur afsláttinn upp. Þannig er hér 5% afsláttur jafngildur um 1% lægri vöxtum. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa bein áhrif á mörg útistandandi lán með breytilegum vöxtum og munu að sjálfsögðu einnig hækka þau lánakjör sem bankar geta mögulega boðið sínum viðskiptavinum á nýjum lánum. Þannig hafa vaxtaákvarðanir Seðlabanka alltaf áhrif á kaupmátt heimila og fjármagnskostnað fyrirtækja og í dag þarf ekki mikið til að sverfi inn að beini í rekstri heimila og fyrirtækja.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun