Kjaraskerðing vaxtahækkana Valdimar Ármann skrifar 26. nóvember 2011 00:00 Loks er farið að eygja í efnahagsbata á Íslandi en veikan þó og standa enn mörg heimili og fyrirtæki höllum fæti. Miðað við stöðu heimsmála beggja vegna Atlantsála ætti Seðlabanki Íslands að fara varlega í því að stíga á bremsuna. Hafa ber í huga að bankinn hefur í rauninni aldrei veitt neinum alvöru peningalegum slaka á íslenskt efnahagslíf heldur haldið skemmri tíma raunvöxtum jákvæðum meira og minna frá hruni. Allt annað hefur verið upp á teningnum erlendis síðustu misseri og má t.a.m. geta þess að 10 ára raunvextir í Bandaríkjunum eru í kringum 0% en á Íslandi eru þeir um 2,35%. Af veikum mætti reynir ríkisstjórnin með ýmsum leiðum að koma hér hjólum efnahagslífsins í gang. Ekki verður fjallað sérstaklega um árangurinn af þeirri viðleitni en benda má t.d. á heimild til úttektar séreignarsparnaðar sem getur aukið á beinan hátt ráðstöfunartekjur þeirra heimila sem eiga þann sparnað enn til staðar. Athyglivert er að á sama tíma hækkar Seðlabanki Íslands vexti og mögulega fer stór hluti aðgerða ríkisstjórnarinnar, m.a. úttekt séreignarsparnaðar, í það að borga fyrir vaxtahækkun Seðlabankans. Af hverju vinna Seðlabankinn og ríkisstjórnin á móti hvor öðrum við þessar aðstæður?Meira bit stýrivaxta Stýrivaxtatæki Seðlabanka Íslands hefur að öllum líkindum mun meira bit nú en áður þar sem töluverð breyting hefur orðið á lánasamsetningu heimila og fyrirtækja á síðustu þremur árum. Háværar kröfur eru í þjóðfélaginu um óverðtryggð lán og hafa bankar komið til móts við þær óskir sem má sjá á þeirri staðreynd að hlutfall óverðtryggðra lána hefur aukist úr 18% í rúmlega 35% frá hruni. Óverðtryggð lán eru oftast með mun skemmri líftíma heldur en þau verðtryggðu og jafnvel með breytilegum vöxtum sem breytast á nokkurra mánaða fresti. Á óverðtryggðum lánum eru þannig yfirleitt mun meiri sveiflur á greiðslubyrði, ólíkt uppsetningu verðtryggðra lána sem hækka jafnt og þétt í takt við verðbólgu. Greiðslubyrði óverðtryggðra lána getur þannig gjörbreyst á skömmum tíma og þegar Seðlabankinn er í vaxtahækkunarferli mun hann draga kaupmátt frá heimilunum mun fyrr en áður. Tökum sem dæmi heimili sem er skuldsett upp á 20 milljónir vegna húsnæðis og 3 milljónir vegna bifreiðar þ.e. samtals skuldsetning 23 milljónir. Gerum ráð fyrir að bæði lánin séu með breytilega óverðtryggða vexti. Ef vextir hækka um 0,25% þýðir það um 57.500 króna aukinn vaxtakostnað á ári. Þegar vextir hafa hækkað um 1% gerir það um 230.000 króna aukinn vaxtakostnað árlega eða tæplega 20.000 krónur á mánuði. Fyrir heimili sem búa við knöpp kjör, getur þetta skipt höfuðmáli, sér í lagi ef fyrirtæki hækka einnig verð í kjölfar vaxtahækkana. Í tilfelli skuldsettra fyrirtækja á breytilegum vöxtum getur vaxtahækkun nefnilega haft sömu áhrif og verðhækkun á aðföngum sem þau munu reyna að velta út í verðlagið til þess að hafa fyrir hærri vaxtagjöldum. Hversu vel það heppnast veltur þó á markaðsstöðu þeirra og öðrum viðbrögðum efnahagslífsins við hærri vöxtum.Lægri vextir eru kjarabót Með fjölbreyttara lánaúrvali með tilliti til verðtryggingar eður ei, tímalengdar láns sem og tímalengdar vaxta þurfa lántakendur að átta sig á því hversu mikilvægt það er að kynna sér eðli lánanna og átta sig á mismunandi greiðslubyrði eftir uppsetningu og vaxtakjörum. Að fá afslátt á bíl eða fasteign getur því skipt minna máli heldur en að fá hagstætt lán. Tökum sem dæmi ef aðili kaupir fasteign og tekur 20 ára lán með jöfnum afborgunum og greiðslum einu sinni á ári. Ef lánið er 20 milljónir á 6% föstum vöxtum þá greiðir hann 1.200.000 í vaxtakostnað fyrsta árið og 1.000.000 í afborganir. En ef hann fengi 5% afslátt af fasteigninni og tekur 19 milljónir að láni en hugsar minna um lánakjörin og tekur það á 7% vöxtum þá greiðir hann 1.330.000 í vaxtakostnað fyrsta árið en 950.000 í afborganir. Fyrsta árið borgar hann þannig um 80.000 meira af lægra láninu þar sem hærri vaxtakostnaður étur afsláttinn upp. Þannig er hér 5% afsláttur jafngildur um 1% lægri vöxtum. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa bein áhrif á mörg útistandandi lán með breytilegum vöxtum og munu að sjálfsögðu einnig hækka þau lánakjör sem bankar geta mögulega boðið sínum viðskiptavinum á nýjum lánum. Þannig hafa vaxtaákvarðanir Seðlabanka alltaf áhrif á kaupmátt heimila og fjármagnskostnað fyrirtækja og í dag þarf ekki mikið til að sverfi inn að beini í rekstri heimila og fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Loks er farið að eygja í efnahagsbata á Íslandi en veikan þó og standa enn mörg heimili og fyrirtæki höllum fæti. Miðað við stöðu heimsmála beggja vegna Atlantsála ætti Seðlabanki Íslands að fara varlega í því að stíga á bremsuna. Hafa ber í huga að bankinn hefur í rauninni aldrei veitt neinum alvöru peningalegum slaka á íslenskt efnahagslíf heldur haldið skemmri tíma raunvöxtum jákvæðum meira og minna frá hruni. Allt annað hefur verið upp á teningnum erlendis síðustu misseri og má t.a.m. geta þess að 10 ára raunvextir í Bandaríkjunum eru í kringum 0% en á Íslandi eru þeir um 2,35%. Af veikum mætti reynir ríkisstjórnin með ýmsum leiðum að koma hér hjólum efnahagslífsins í gang. Ekki verður fjallað sérstaklega um árangurinn af þeirri viðleitni en benda má t.d. á heimild til úttektar séreignarsparnaðar sem getur aukið á beinan hátt ráðstöfunartekjur þeirra heimila sem eiga þann sparnað enn til staðar. Athyglivert er að á sama tíma hækkar Seðlabanki Íslands vexti og mögulega fer stór hluti aðgerða ríkisstjórnarinnar, m.a. úttekt séreignarsparnaðar, í það að borga fyrir vaxtahækkun Seðlabankans. Af hverju vinna Seðlabankinn og ríkisstjórnin á móti hvor öðrum við þessar aðstæður?Meira bit stýrivaxta Stýrivaxtatæki Seðlabanka Íslands hefur að öllum líkindum mun meira bit nú en áður þar sem töluverð breyting hefur orðið á lánasamsetningu heimila og fyrirtækja á síðustu þremur árum. Háværar kröfur eru í þjóðfélaginu um óverðtryggð lán og hafa bankar komið til móts við þær óskir sem má sjá á þeirri staðreynd að hlutfall óverðtryggðra lána hefur aukist úr 18% í rúmlega 35% frá hruni. Óverðtryggð lán eru oftast með mun skemmri líftíma heldur en þau verðtryggðu og jafnvel með breytilegum vöxtum sem breytast á nokkurra mánaða fresti. Á óverðtryggðum lánum eru þannig yfirleitt mun meiri sveiflur á greiðslubyrði, ólíkt uppsetningu verðtryggðra lána sem hækka jafnt og þétt í takt við verðbólgu. Greiðslubyrði óverðtryggðra lána getur þannig gjörbreyst á skömmum tíma og þegar Seðlabankinn er í vaxtahækkunarferli mun hann draga kaupmátt frá heimilunum mun fyrr en áður. Tökum sem dæmi heimili sem er skuldsett upp á 20 milljónir vegna húsnæðis og 3 milljónir vegna bifreiðar þ.e. samtals skuldsetning 23 milljónir. Gerum ráð fyrir að bæði lánin séu með breytilega óverðtryggða vexti. Ef vextir hækka um 0,25% þýðir það um 57.500 króna aukinn vaxtakostnað á ári. Þegar vextir hafa hækkað um 1% gerir það um 230.000 króna aukinn vaxtakostnað árlega eða tæplega 20.000 krónur á mánuði. Fyrir heimili sem búa við knöpp kjör, getur þetta skipt höfuðmáli, sér í lagi ef fyrirtæki hækka einnig verð í kjölfar vaxtahækkana. Í tilfelli skuldsettra fyrirtækja á breytilegum vöxtum getur vaxtahækkun nefnilega haft sömu áhrif og verðhækkun á aðföngum sem þau munu reyna að velta út í verðlagið til þess að hafa fyrir hærri vaxtagjöldum. Hversu vel það heppnast veltur þó á markaðsstöðu þeirra og öðrum viðbrögðum efnahagslífsins við hærri vöxtum.Lægri vextir eru kjarabót Með fjölbreyttara lánaúrvali með tilliti til verðtryggingar eður ei, tímalengdar láns sem og tímalengdar vaxta þurfa lántakendur að átta sig á því hversu mikilvægt það er að kynna sér eðli lánanna og átta sig á mismunandi greiðslubyrði eftir uppsetningu og vaxtakjörum. Að fá afslátt á bíl eða fasteign getur því skipt minna máli heldur en að fá hagstætt lán. Tökum sem dæmi ef aðili kaupir fasteign og tekur 20 ára lán með jöfnum afborgunum og greiðslum einu sinni á ári. Ef lánið er 20 milljónir á 6% föstum vöxtum þá greiðir hann 1.200.000 í vaxtakostnað fyrsta árið og 1.000.000 í afborganir. En ef hann fengi 5% afslátt af fasteigninni og tekur 19 milljónir að láni en hugsar minna um lánakjörin og tekur það á 7% vöxtum þá greiðir hann 1.330.000 í vaxtakostnað fyrsta árið en 950.000 í afborganir. Fyrsta árið borgar hann þannig um 80.000 meira af lægra láninu þar sem hærri vaxtakostnaður étur afsláttinn upp. Þannig er hér 5% afsláttur jafngildur um 1% lægri vöxtum. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa bein áhrif á mörg útistandandi lán með breytilegum vöxtum og munu að sjálfsögðu einnig hækka þau lánakjör sem bankar geta mögulega boðið sínum viðskiptavinum á nýjum lánum. Þannig hafa vaxtaákvarðanir Seðlabanka alltaf áhrif á kaupmátt heimila og fjármagnskostnað fyrirtækja og í dag þarf ekki mikið til að sverfi inn að beini í rekstri heimila og fyrirtækja.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar