Kjaraskerðing vaxtahækkana Valdimar Ármann skrifar 26. nóvember 2011 00:00 Loks er farið að eygja í efnahagsbata á Íslandi en veikan þó og standa enn mörg heimili og fyrirtæki höllum fæti. Miðað við stöðu heimsmála beggja vegna Atlantsála ætti Seðlabanki Íslands að fara varlega í því að stíga á bremsuna. Hafa ber í huga að bankinn hefur í rauninni aldrei veitt neinum alvöru peningalegum slaka á íslenskt efnahagslíf heldur haldið skemmri tíma raunvöxtum jákvæðum meira og minna frá hruni. Allt annað hefur verið upp á teningnum erlendis síðustu misseri og má t.a.m. geta þess að 10 ára raunvextir í Bandaríkjunum eru í kringum 0% en á Íslandi eru þeir um 2,35%. Af veikum mætti reynir ríkisstjórnin með ýmsum leiðum að koma hér hjólum efnahagslífsins í gang. Ekki verður fjallað sérstaklega um árangurinn af þeirri viðleitni en benda má t.d. á heimild til úttektar séreignarsparnaðar sem getur aukið á beinan hátt ráðstöfunartekjur þeirra heimila sem eiga þann sparnað enn til staðar. Athyglivert er að á sama tíma hækkar Seðlabanki Íslands vexti og mögulega fer stór hluti aðgerða ríkisstjórnarinnar, m.a. úttekt séreignarsparnaðar, í það að borga fyrir vaxtahækkun Seðlabankans. Af hverju vinna Seðlabankinn og ríkisstjórnin á móti hvor öðrum við þessar aðstæður?Meira bit stýrivaxta Stýrivaxtatæki Seðlabanka Íslands hefur að öllum líkindum mun meira bit nú en áður þar sem töluverð breyting hefur orðið á lánasamsetningu heimila og fyrirtækja á síðustu þremur árum. Háværar kröfur eru í þjóðfélaginu um óverðtryggð lán og hafa bankar komið til móts við þær óskir sem má sjá á þeirri staðreynd að hlutfall óverðtryggðra lána hefur aukist úr 18% í rúmlega 35% frá hruni. Óverðtryggð lán eru oftast með mun skemmri líftíma heldur en þau verðtryggðu og jafnvel með breytilegum vöxtum sem breytast á nokkurra mánaða fresti. Á óverðtryggðum lánum eru þannig yfirleitt mun meiri sveiflur á greiðslubyrði, ólíkt uppsetningu verðtryggðra lána sem hækka jafnt og þétt í takt við verðbólgu. Greiðslubyrði óverðtryggðra lána getur þannig gjörbreyst á skömmum tíma og þegar Seðlabankinn er í vaxtahækkunarferli mun hann draga kaupmátt frá heimilunum mun fyrr en áður. Tökum sem dæmi heimili sem er skuldsett upp á 20 milljónir vegna húsnæðis og 3 milljónir vegna bifreiðar þ.e. samtals skuldsetning 23 milljónir. Gerum ráð fyrir að bæði lánin séu með breytilega óverðtryggða vexti. Ef vextir hækka um 0,25% þýðir það um 57.500 króna aukinn vaxtakostnað á ári. Þegar vextir hafa hækkað um 1% gerir það um 230.000 króna aukinn vaxtakostnað árlega eða tæplega 20.000 krónur á mánuði. Fyrir heimili sem búa við knöpp kjör, getur þetta skipt höfuðmáli, sér í lagi ef fyrirtæki hækka einnig verð í kjölfar vaxtahækkana. Í tilfelli skuldsettra fyrirtækja á breytilegum vöxtum getur vaxtahækkun nefnilega haft sömu áhrif og verðhækkun á aðföngum sem þau munu reyna að velta út í verðlagið til þess að hafa fyrir hærri vaxtagjöldum. Hversu vel það heppnast veltur þó á markaðsstöðu þeirra og öðrum viðbrögðum efnahagslífsins við hærri vöxtum.Lægri vextir eru kjarabót Með fjölbreyttara lánaúrvali með tilliti til verðtryggingar eður ei, tímalengdar láns sem og tímalengdar vaxta þurfa lántakendur að átta sig á því hversu mikilvægt það er að kynna sér eðli lánanna og átta sig á mismunandi greiðslubyrði eftir uppsetningu og vaxtakjörum. Að fá afslátt á bíl eða fasteign getur því skipt minna máli heldur en að fá hagstætt lán. Tökum sem dæmi ef aðili kaupir fasteign og tekur 20 ára lán með jöfnum afborgunum og greiðslum einu sinni á ári. Ef lánið er 20 milljónir á 6% föstum vöxtum þá greiðir hann 1.200.000 í vaxtakostnað fyrsta árið og 1.000.000 í afborganir. En ef hann fengi 5% afslátt af fasteigninni og tekur 19 milljónir að láni en hugsar minna um lánakjörin og tekur það á 7% vöxtum þá greiðir hann 1.330.000 í vaxtakostnað fyrsta árið en 950.000 í afborganir. Fyrsta árið borgar hann þannig um 80.000 meira af lægra láninu þar sem hærri vaxtakostnaður étur afsláttinn upp. Þannig er hér 5% afsláttur jafngildur um 1% lægri vöxtum. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa bein áhrif á mörg útistandandi lán með breytilegum vöxtum og munu að sjálfsögðu einnig hækka þau lánakjör sem bankar geta mögulega boðið sínum viðskiptavinum á nýjum lánum. Þannig hafa vaxtaákvarðanir Seðlabanka alltaf áhrif á kaupmátt heimila og fjármagnskostnað fyrirtækja og í dag þarf ekki mikið til að sverfi inn að beini í rekstri heimila og fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Loks er farið að eygja í efnahagsbata á Íslandi en veikan þó og standa enn mörg heimili og fyrirtæki höllum fæti. Miðað við stöðu heimsmála beggja vegna Atlantsála ætti Seðlabanki Íslands að fara varlega í því að stíga á bremsuna. Hafa ber í huga að bankinn hefur í rauninni aldrei veitt neinum alvöru peningalegum slaka á íslenskt efnahagslíf heldur haldið skemmri tíma raunvöxtum jákvæðum meira og minna frá hruni. Allt annað hefur verið upp á teningnum erlendis síðustu misseri og má t.a.m. geta þess að 10 ára raunvextir í Bandaríkjunum eru í kringum 0% en á Íslandi eru þeir um 2,35%. Af veikum mætti reynir ríkisstjórnin með ýmsum leiðum að koma hér hjólum efnahagslífsins í gang. Ekki verður fjallað sérstaklega um árangurinn af þeirri viðleitni en benda má t.d. á heimild til úttektar séreignarsparnaðar sem getur aukið á beinan hátt ráðstöfunartekjur þeirra heimila sem eiga þann sparnað enn til staðar. Athyglivert er að á sama tíma hækkar Seðlabanki Íslands vexti og mögulega fer stór hluti aðgerða ríkisstjórnarinnar, m.a. úttekt séreignarsparnaðar, í það að borga fyrir vaxtahækkun Seðlabankans. Af hverju vinna Seðlabankinn og ríkisstjórnin á móti hvor öðrum við þessar aðstæður?Meira bit stýrivaxta Stýrivaxtatæki Seðlabanka Íslands hefur að öllum líkindum mun meira bit nú en áður þar sem töluverð breyting hefur orðið á lánasamsetningu heimila og fyrirtækja á síðustu þremur árum. Háværar kröfur eru í þjóðfélaginu um óverðtryggð lán og hafa bankar komið til móts við þær óskir sem má sjá á þeirri staðreynd að hlutfall óverðtryggðra lána hefur aukist úr 18% í rúmlega 35% frá hruni. Óverðtryggð lán eru oftast með mun skemmri líftíma heldur en þau verðtryggðu og jafnvel með breytilegum vöxtum sem breytast á nokkurra mánaða fresti. Á óverðtryggðum lánum eru þannig yfirleitt mun meiri sveiflur á greiðslubyrði, ólíkt uppsetningu verðtryggðra lána sem hækka jafnt og þétt í takt við verðbólgu. Greiðslubyrði óverðtryggðra lána getur þannig gjörbreyst á skömmum tíma og þegar Seðlabankinn er í vaxtahækkunarferli mun hann draga kaupmátt frá heimilunum mun fyrr en áður. Tökum sem dæmi heimili sem er skuldsett upp á 20 milljónir vegna húsnæðis og 3 milljónir vegna bifreiðar þ.e. samtals skuldsetning 23 milljónir. Gerum ráð fyrir að bæði lánin séu með breytilega óverðtryggða vexti. Ef vextir hækka um 0,25% þýðir það um 57.500 króna aukinn vaxtakostnað á ári. Þegar vextir hafa hækkað um 1% gerir það um 230.000 króna aukinn vaxtakostnað árlega eða tæplega 20.000 krónur á mánuði. Fyrir heimili sem búa við knöpp kjör, getur þetta skipt höfuðmáli, sér í lagi ef fyrirtæki hækka einnig verð í kjölfar vaxtahækkana. Í tilfelli skuldsettra fyrirtækja á breytilegum vöxtum getur vaxtahækkun nefnilega haft sömu áhrif og verðhækkun á aðföngum sem þau munu reyna að velta út í verðlagið til þess að hafa fyrir hærri vaxtagjöldum. Hversu vel það heppnast veltur þó á markaðsstöðu þeirra og öðrum viðbrögðum efnahagslífsins við hærri vöxtum.Lægri vextir eru kjarabót Með fjölbreyttara lánaúrvali með tilliti til verðtryggingar eður ei, tímalengdar láns sem og tímalengdar vaxta þurfa lántakendur að átta sig á því hversu mikilvægt það er að kynna sér eðli lánanna og átta sig á mismunandi greiðslubyrði eftir uppsetningu og vaxtakjörum. Að fá afslátt á bíl eða fasteign getur því skipt minna máli heldur en að fá hagstætt lán. Tökum sem dæmi ef aðili kaupir fasteign og tekur 20 ára lán með jöfnum afborgunum og greiðslum einu sinni á ári. Ef lánið er 20 milljónir á 6% föstum vöxtum þá greiðir hann 1.200.000 í vaxtakostnað fyrsta árið og 1.000.000 í afborganir. En ef hann fengi 5% afslátt af fasteigninni og tekur 19 milljónir að láni en hugsar minna um lánakjörin og tekur það á 7% vöxtum þá greiðir hann 1.330.000 í vaxtakostnað fyrsta árið en 950.000 í afborganir. Fyrsta árið borgar hann þannig um 80.000 meira af lægra láninu þar sem hærri vaxtakostnaður étur afsláttinn upp. Þannig er hér 5% afsláttur jafngildur um 1% lægri vöxtum. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa bein áhrif á mörg útistandandi lán með breytilegum vöxtum og munu að sjálfsögðu einnig hækka þau lánakjör sem bankar geta mögulega boðið sínum viðskiptavinum á nýjum lánum. Þannig hafa vaxtaákvarðanir Seðlabanka alltaf áhrif á kaupmátt heimila og fjármagnskostnað fyrirtækja og í dag þarf ekki mikið til að sverfi inn að beini í rekstri heimila og fyrirtækja.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar