Bíó og sjónvarp

Kirkjuorgel í nýju hlutverki

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Erlendur Sveinsson forstöðumaður á von á skemmtilegum fundi.
Erlendur Sveinsson forstöðumaður á von á skemmtilegum fundi. Vísir/Stefán Karlsson
Kvikmyndasafn Íslands er gestgjafi árlegs fundar fulltrúa kvikmyndasafna Norðurlandanna sem fram fer tvo næstu daga, meðal annars í Grindavík, tökustað Sölku Völku.

Tvær elstu kvikmyndir safnsins verða sýndar í kvöldverðarboði, að sögn Erlendar Sveinssonar, safnstjóra. Þannig verður 110 ára afmælis reglubundinna kvikmyndasýninga á Íslandi minnst.

Myndirnar eru Þingmannaförin sem var sýnd 2. nóvember 1906 og Slökkviliðsæfing í Reykjavík sem sýnd var í desember sama ár. Sýningarnar fóru fram í Fjalakettinum þar sem Danir settu á laggirnar kvikmyndahúsið Reykjavíkur Bíógrafteater.

„Afmælissýningin er eingöngu fyrir fundargesti að þessu sinni og fer fram í Hafnarfjarðarkirkju,“ segir Erlendur. „Organistinn, Guðmundur Sigurðsson, leikur undir sýningu myndanna, þannig að kirkjuorgelið fær hlutverk bíóorgels um stund.“

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. september 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×