Erlent

Kínverskir tölvuþrjótar stela gögnum úr ísraelsku eldflaugakerfi

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Járnhvelfingarkerfið í notkun.
Járnhvelfingarkerfið í notkun. Vísir/AP
Hópur kínverskra tölvuþrjóta hefur nú verið sakaður um að ræna gögnum úr milljarða dala eldflaugakerfi Ísraela. Þetta kemur fram í frétt Guardian um málið.

Hópurinn kínverski, sem er styrktur af kínverska ríkinu, hefur áður staðið fyrir innbrotum í fleiri ísraelsk fyrirtæki og herdeildir.

Hið svokallaða Járnhvelfingarkerfi er hannað til þess að skjóta aðsvífandi eldflaugar úr loftinu áður en þær lenda á jörðinni og valda skaða.

Eldflaugakerfið, sem hefur kostað einhvern milljarð bandaríkjadala, er að mestu fjármagnað af bandaríska ríkinu.


Tengdar fréttir

Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa

Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael.

Yfir þúsund látnir í átökunum á Gasa

Hátt í hundrað lík hafa fundist í húsarústum á Gasasvæðinu í dag eftir að tólf klukkustunda vopnahlé Hamas og Ísrael tók gildi klukkan fimm í morgun.

Ísraelsher kenndi Hamas-samtökunum um

Að minnsta kosti tíu Palestínumenn fórust, þar á meðal börn, þegar sprengjuárás var gerð á almenningsgarð á Gasasvæðinu í gær.

Ísraelsmenn herja á MAMMÚT

"Það sem verið er að skrifa þarna er í raun svo langt frá vestrænu samfélagi og því sem við þekkjum. Þarna skrifa Ísraelsmenn til dæmis að fólkið á Gasa eigi ekki skilið að lifa því það fæddist í Palestínu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×